Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 72
Tímarit Máls og menningar inn, segist hafa fengið meira en nóg af sæmundi á togurunum, íslendingar kunni ekki að búa til kex og hvurn djöfulinn ert þú að tala um lorda, Tóti? Talaðu við kellinguna hans Axels. Hún vann nú í kexfabrikku þarna úti og ekki er hún neinn lord. Þar er sko líka fólk sem þarf að lifa rétt eins og við. Munurinn er bara sá að það býr til kex, við verkum fisk. Ég er þó ekkert að verja tjallann. Ég hef nú séð til hans og þetta er upp til hópa helvítis pakk. Nei, það sem við þurfum að gera núna er að taka tog- ara. Blákaldir. Taka togara, það vil ég. Fljótt á litið virðist aðeins ein manneskja í öllu þorpinu ekki hafa neitt út á bretann að setja. Rósin af Wales. Það er hún Sigurrós auminginn sem í fjölda ára hefur tölt fram og afmr um göturnar með tvær brúnar ferða- töskur. Hún er að bíða eftir Játvarði, prinsinum af Wales. Þau eru trú- lofuð, segir hún, og strax eftir að hann verður krýndur til konungs kemur hann og sækir hana. En það stendur eitthvað á krýningunni. Afbrýðisöm aðalsmær lét það berast út að prinsinn vantaði tvo sentimetra upp á kon- ungamál, þá stærð sem konungar verða að ná. Meðan hann er að kveða niður þann orðróm og láta mæla sig bíður ástmær hans á Islandi með tvær brúnar ferðatöskur. Þær eru orðnar slitnar og Ijótar, hún sjálf gömul og bogin, en hún töltir þó áfram um þorpið, amast ekki við neinum og enginn við henni. Krakkarnir fylgjast líka með átökum þorskastríðsins. Strákarnir, sjó- mannsefnin, synir Nonna á Voninni og Jónu í íshúsinu, allir ætla þeir í Stýrimannaskólann þegar þeir verða stórir. En nú ætla þeir ekki að verða skipstjórar og aflakóngar, heldur yfirmenn á varðskipum. Nú er það ekki Eggert á Eldborginni sem gildir, heldur Guðmundur Kærnested. Og strákarnir hérna eru heppnari en jafnaldrarnir í öðrum plássum. Þeir hafa eintak af óvininum til að kljást við, svona rétt á meðan þeir bíða eftir því að verða stórir. Þó hann sé bara tíu ára er hann þó svart- hærður breti. Og það er svo miklu auðveldara að heyja orusm þegar and- stæðingurinn er á hreinu og fyrir augunum á manni daglega. Maður gemr skemmt sér yfir honum í skólanum því hann talar svo bjagaða íslensku, eða spottað hann eftir skóla ef kennarinn tekur upp á því að hrósa hon- um. En það sem gerir strákana hérna merkilegri en aðra er að þeir geta orðið beinir þátttakendur í stríðinu. Þeir geta hefnt fyrir ásiglingar á varð- skip, með því að lemja rækilega þennan svarthærða dreng. Eins geta þeir látið kné fylgja kviði eftir velheppnaða togvíraklippingu og minnt hann á hvers konar ræflar tjalladjöflarnir em. 402
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.