Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 73
Saga úr þorskastríði Sjálfur er hann átakanlegt dæmi um ræfildóminn, lítill eftir aldri og ónýtur í slagsmálum, sérstaklega þegar þeir ráðast á hann fimm í einu. Honum er ómögulegt að munnhöggvast við þá, ef hann svarar þeim með formælingum sem breskir strákar úr hans stétt nota er það á við að fá einkaskemmtun hjá Halla og Ladda. Hér um slóðir liggur í loftinu að ameríska sé eina enskan sem talist gemr mannamál. Það er því ljómandi skemmtilegt að vera íslenskur sjómannssonur og verðandi skipherra. Það sem í fyrra hefðu heitið hrekkir og ótuktarskapur eru í ár nokkurs konar hernaðaraðgerðir, gegnumsýrðar af baráttuanda smáþjóðarinnar sem berst fyrir tilveu sinni. Nú eru alvarlegir tímar, fjand- skapur milli þjóða og hver ætti að amast við því þó þeir lemji helvítis bretann? Hann á aðeins eina vörn. Þegar þeir hafa þjarmað svo rækilega að honum að krampi hleypur í skrokkinn svarar hann á þeirri tungu sem hvar- vetna hefur skilist meðal dýra og manna frá upphafi lífs á jörðinni. Hann öskrar. Hann öskrar af öllum sínum mætti því hann á líf sitt að leysa. Hann stendur bara og öskrar, en í öskrinu felst ekki bæn heldur skilyrðis- laus krafa um að þeir láti hann í friði. Og þetta mál skilja strákarnir. Oft hefur þá sjálfa langað til að öskra svona, þess vegna verða þeir feimnir, gleyma löskuðum varðskipum og hverfa. Þeir tínast inn til sín, spila lúdó, skoða Andrés önd og það fer ósköp lítið fyrir þeim. Þegar fullorðna fólkið sér hvað þeir eru stilltir verður það tortryggið og áminnir þá um að vera þæga. En taugaveiklaðar mæður, sem kannski hafa heyrt öskrin, segja þeim að vera nú ekkert að Ieika sér með breska stráknum. Er ekki annars allt í lagi? Og þær hugsa með sér að það sé aldrei að vita upp á hverju svona barn geti tekið. Því verður nefnilega ekki neitað að margir líta hornauga svona svart- hærðan strák. T. d. í haust, þegar hann fékk kettlinginn hjá gömlu kon- unni í Vegamótum. Voru þá ekki sumir sem álitu að þetta kynni nú ekkert að fara með dýr? Hvernig fór ekki bretinn með íslenska hestinn í nám- unum, ha? Stakk úr honum augun. Ennþá veit þó enginn betur en kötturinn haldi glyrnunum. Einhverjir velviljaðir taka meira að segja eftir því að hann hefur hingað til þrifist vel og strákur sagður ekki minni dýravinur en gengur og gerist. En hvernig berst hann þá hingað? I því skilur hann minnst sjálfur. Og hann skilur ekkert í mömmu sinni sem talaði svo fallega um þetta, ætlaði að gefa honum bróður og pabba í staðinn fyrir þann sem hann sá aldrei. m
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.