Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 75
Saga úr þorskastríði í þorpinu. Hann hrökk við er hún snerti hann, rauk upp og hrinti henni frá sér svo hún datt. I sama bili og ástmær prinsins af Wales hafnaði í drullupolli komu að þrír unglingspiltar, og þeim blöskraði að sjá þessa meðferð á svo ágætri konu. Þegar drengurinn tók á rás eltu þeir og kölluðu á eftir honum: Af hverju þurftirðu að hrinda henni? Þeir voru þó ekkert að hjálpa gömlu konunni, hún staulaðist sjálf á fætur, var hissa og blaut en hvergi brotin, tók töskurnar sínar og hélt af stað. Hann átti smtt heim þegar þeir náðu honum og héldu föstum. Einn greip í vinstra eyrað á honum og spurði hvort hann vildi sjálfur láta hrinda sér svona. Sagði að þarna væri tjallanum rétt lýst, réðist alltaf á þá sem hann héldi að gætu ekki varið sig. Þetta voru tápmiklir strákar, kláruðu skylduna í fyrra, unnu núna í saltfiski og þeir skeytrn ekkert um öskrin í honum. Þegar krakkar eldast hætta þeir að öskra og það er merki um að vera fullorðinn ef maður skilur ekki öskur og æsir sig út af þeim. En umvandanir þeirra hrinu ekki á honum. Hann hugsaði um það eitt að sleppa og þegar hann náði góðu taki á hendi, beit hann af öllu afli. Þar með var hann laus og gat skotist inn til sín. Hann var þó ekki alveg óhultur því mamma hans bað hann vera stilltan, strákurinn væri veikur og hvar er mjólkin? En þegar hún sá tár í augum hans vildi hún ekki skamma hann of mikið og talaði um að fá lánaða mjólk uppi. Hann heyrði í strákunum úti fyrir og bjóst eins við að þeir bönkuðu uppá eða bryru rúðu, og hann var eirðarlaus og spenntur. Þegar leið á kvöldið vogaði hann sér út á tröppur og kallaði: Púss púss, púss púss. En kisi lét hvergi sjá sig svo hann lokaði dyrunum og læsti. Hann var sendur út með ruslið í morgun, en á miðjum blettinum sleppti hann pokanum og starði. Og þarna stóð hann hljóðlaus og hlutlaus en ósjálfrátt kreppti hann hnefana svo hnúarnir hvítnuðu. Það var búið að hengja köttinn í snúrustaurnum. Drengurinn var úlpulaus í blárri peysu, andaði ótt og títt og vissi ekki fyrr til, en hann var farinn að smíða sér boga. Oðru hverju kreisti hann aftur augun og stundi. En þegar mamma hans kom á lögreglustöðina í kvöld var henni sagt að seinnipartinn í dag hefði hann á einhvern óskiljanlegan hátt murkað lífið úr tveim köttum. Lögreglunni var gert viðvart þegar hann eltist við þann þriðja. Lögregluþjónunum svaraði hann með skætingi, sagði afa sinn vera í breska flotanum, og sá skyldi nú drepa þá. Allir virtust slegnir yfir framferði barnsins, ræðst á gamla konu í gær, mildi að hún slasaðist ekki, 405
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.