Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Side 86
Björn Þorsteinsson
Brot úr skólasögu
Þœttir úr ertndi sem flutt var á 10 ára afrrueli
Aíenntaskólans við Hamrahlíð 1976.
Við stofnum skóla til þess að sigrast á fúskinu í samfélagi okkar, helst
einnig fúskinu í efnahagsmálum og ég tala ekki um í hinum svonefndu
stjórnmálum. Við erum góðu heilli að verða sérfræðingasamfélag og einnig
auðvitað í klækjum og glæpum; sérhæfingin er ekki einskorðuð við neitt
afmarkað dyggðasvið. Aður en þessi skóli reis var íslenskt samfélag bæði
einfalt í sniðum og að inntaki. Við strimðum hér ýmsir við það að leita
okkur þekkingar og efla menntir, en það var orðinn með ólíkindum langur
ómagahálsinn á menntaskólanum handa Reykvíkingum þegar þessi stofnun
reis af grunni.
Hér í höfuðstaðnum var menntaskóli fyrst reismr á ámnum 1785—86,
allmikið hús vesmr á Hólavelli, norðan við kirkjugarðinn við Suðurgöm.
Þar starfaði Hólavallaskóli á ámnum 1787 til 1804 við lítinn orðstír.
Þetta hefur ávallt þóa einhver versta menntastofnun sem hér hefur starfað;
skólahúsið hélt hvorki vatni né vindi, kennararnir vom oftast fullir til
þess að halda á sér hita og lærisveinarnir lásu ekkett að eigin sögn, voru
„sjúkir af kláða og öðrum kvillum, sem stafaði af illu mataræði“, segir
Bjarni amtmaður Þorsteinsson, faðir Steingríms skálds, í endurminningum
sínum. Aðeins hinir hrausmsm þoldu skólavistina, en samt sem áður út-
skrifuðust úr Hólavallaskóla hinir mætustu menn rétt eins og úr öðmm
menntastofnunum. Af reynslu Hólavallaskóla mætti líklega álykta að
kennarar skipm alls ekki mjög miklu máli og engu skipti hvort þeir teld-
ust góðir eða vondir, heldur væm nemendur meginstofn hvers skóla,
hæfni þeirra og þörfin fyrir störf þeirra í samfélaginu. A dögum skólans
vom Islendingar sjúk þjóð eftir Móðuharðindin, en þeir vom að hjarna
við; þess vegna nýttust vel þeir fáu sem eitthvað kunnu og gátu.
Þótt Hólavallaskóli væri gagnmerk stofnun, enda stóð hann í Vesmr-
bænum, skömmuðust menn sín fyrir hann, svo að hann var lagður niður
1804 og stofnunin endurreist á Bessastöðum ári síðar. í 42 ár var Reykja-
416