Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Side 87
Brot úr skólasögu
vík skólalaus enda þótt hún væri þá orðin miðstöð andlegs og veraldlegs
valds í landinu. Frá vordögum 1804 til haustdaga 1846 starfaði enginn
opinber skóli í bænum, en þá tók Lærði skólinn í Reykjavík til starfa í
glæsilegu húsi sem stendur enn í brekkunni austan Lækjargötu. Þar féll
í árdaga skólans opinn lækur og var haft fyrir satt að staðarvalið helgaðist
af því að lækurinn ætti að hindra að skólasveinar lentu í sollinum í höfuð-
staðnum.
Arið 1846 varð lærður menntaskóli heimilisfastur í hinni hálfdönsku
kaupstaðarholu sem taldist höfuðstaður Islands. Tveimur árum síðar gat
Stefán Gunnlaugsson bæjarfógeti látið lögregluþjón kalla á götum úti með
bumbuslætti þessi áminningarorð til lýðsins: „Islensk mnga á best við í
íslenskum kaupstað, hvað allir athugi!“ Gunnlaugsenshúsið stendur í Bern-
höftstorfunni næst Menntaskólanum. Skólinn, Sveinbjörn Egilsson og aðrir
ágætismenn sem þar störfuðu, gerðu Reykjavík að íslenskum bæ.
Hólavallaskóli og síðar Bessastaðaskóli og Latínuskólinn í Reykjavík
voru arftakar stólskólanna gömlu á biskupssetrunum. Skálholtsskóli lagðist
niður í jarðskjálftunum 1784 og Hólaskóli 1801. Frá 1801 og allar götur
til 1930 var aðeins starfandi einn menntaskóli hérlendis, en alþingishátíðar-
árið var efnt til menntaskóla á Akureyri. I rauninni voru Hólavallaskóli,
þá Bessastaðaskóli og loks Lærði skólinn í Reykjavík einu opinberu
kennslustofnanirnar á landinu til ársins 1852, en þá tók barnaskólinn á
Stokkseyri til starfa og 10 árum síðar í Reykjavík. Að vísu hafði einka-
skóli fyrir börn verið rekinn um skeið í Reykjavík með styrk úr sjóði
Thorkellíns, og prestaskóli var stofnaður hér 1847 uppi á lofti í Herra-
húsinu, sem eldri kynslóðin kannast betur við undir nafninu Verslun Har-
aldar Arnasonar. Með prestaskólanum hófst sérfræðimenntun í landinu;
1873 var stofnaður iðnskóli, læknaskóli 1876 og búnaðarskólar upp úr
1880, og 1891 var stofnaður stýrimannaskóli í Reykjavík og varð lyfti-
stöng þjóðarinnar í atvinnuefnum. Líldega hefur það verið einhver nyt-
samasti skóli sem hér hefur verið stofnaður. Þá hófst hér Lagaskóli 1908,
og á afmæli Jóns Sigurðssonar 1911 voru presta-, lækna- og lagaskól-
arnir sameinaðir í Háskóla íslands og bætt við kennslu í íslenskum fræð-
um og sögu. Þannig komust fræðslumálin á dálítinn rekspöl á síðasta fjórð-
ungi nítjándu aldar, en litlu fé hafði verið varið til þeirra mála allt frá
siðaskiptum. Fyrir siðaskiptin voru stólsskólarnir tveir, en auk þeirra voru
skólar á klaustrum og ýmsum prestssetrum.
Menntaskólinn og menntunin, sem hann veitti, var stöðu- og valdatæki
417
2 7 TMM