Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Qupperneq 87

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Qupperneq 87
Brot úr skólasögu vík skólalaus enda þótt hún væri þá orðin miðstöð andlegs og veraldlegs valds í landinu. Frá vordögum 1804 til haustdaga 1846 starfaði enginn opinber skóli í bænum, en þá tók Lærði skólinn í Reykjavík til starfa í glæsilegu húsi sem stendur enn í brekkunni austan Lækjargötu. Þar féll í árdaga skólans opinn lækur og var haft fyrir satt að staðarvalið helgaðist af því að lækurinn ætti að hindra að skólasveinar lentu í sollinum í höfuð- staðnum. Arið 1846 varð lærður menntaskóli heimilisfastur í hinni hálfdönsku kaupstaðarholu sem taldist höfuðstaður Islands. Tveimur árum síðar gat Stefán Gunnlaugsson bæjarfógeti látið lögregluþjón kalla á götum úti með bumbuslætti þessi áminningarorð til lýðsins: „Islensk mnga á best við í íslenskum kaupstað, hvað allir athugi!“ Gunnlaugsenshúsið stendur í Bern- höftstorfunni næst Menntaskólanum. Skólinn, Sveinbjörn Egilsson og aðrir ágætismenn sem þar störfuðu, gerðu Reykjavík að íslenskum bæ. Hólavallaskóli og síðar Bessastaðaskóli og Latínuskólinn í Reykjavík voru arftakar stólskólanna gömlu á biskupssetrunum. Skálholtsskóli lagðist niður í jarðskjálftunum 1784 og Hólaskóli 1801. Frá 1801 og allar götur til 1930 var aðeins starfandi einn menntaskóli hérlendis, en alþingishátíðar- árið var efnt til menntaskóla á Akureyri. I rauninni voru Hólavallaskóli, þá Bessastaðaskóli og loks Lærði skólinn í Reykjavík einu opinberu kennslustofnanirnar á landinu til ársins 1852, en þá tók barnaskólinn á Stokkseyri til starfa og 10 árum síðar í Reykjavík. Að vísu hafði einka- skóli fyrir börn verið rekinn um skeið í Reykjavík með styrk úr sjóði Thorkellíns, og prestaskóli var stofnaður hér 1847 uppi á lofti í Herra- húsinu, sem eldri kynslóðin kannast betur við undir nafninu Verslun Har- aldar Arnasonar. Með prestaskólanum hófst sérfræðimenntun í landinu; 1873 var stofnaður iðnskóli, læknaskóli 1876 og búnaðarskólar upp úr 1880, og 1891 var stofnaður stýrimannaskóli í Reykjavík og varð lyfti- stöng þjóðarinnar í atvinnuefnum. Líldega hefur það verið einhver nyt- samasti skóli sem hér hefur verið stofnaður. Þá hófst hér Lagaskóli 1908, og á afmæli Jóns Sigurðssonar 1911 voru presta-, lækna- og lagaskól- arnir sameinaðir í Háskóla íslands og bætt við kennslu í íslenskum fræð- um og sögu. Þannig komust fræðslumálin á dálítinn rekspöl á síðasta fjórð- ungi nítjándu aldar, en litlu fé hafði verið varið til þeirra mála allt frá siðaskiptum. Fyrir siðaskiptin voru stólsskólarnir tveir, en auk þeirra voru skólar á klaustrum og ýmsum prestssetrum. Menntaskólinn og menntunin, sem hann veitti, var stöðu- og valdatæki 417 2 7 TMM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.