Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 102
Timarit Mdls og menningar
Stefna í skólamálum
Kennaramiðuð ráðgjöf er óhefðbundið ráðgjafarform. Það fjarlægir ekki
nemandann úr kennslustofunni. Ráðgjafarformið miðar að því að takast
á við vandamálin í því samhengi sem þau koma upp í hverju sinni, innan
veggja skólans.
Nauðsynlegt er að leggja áherslu á að kennarinn einn sér hefur ekki
bara áhrif á það sem gerist á milli nemanda og kennara. Skólinn sem
félagslegt kerfi, sem skipulagsheild, ræður þar miklu um. Sarason hefur
lýst hvernig skólinn mótar samband á milli kennara og nemanda. Miles
hefur lýst hvernig skólinn starfar sem félagslegt kerfi, og Skyum Nielsen
og Hörrup Pedersen hafa lýst vinnu með skólann sem skipulagsheild. Að
vinna með skólann sem skipulagsheild er engu síður mikilvægt en ráð-
gjöf innan skóla. Það fellur hins vegar fyrir utan ramma þessarar greinar
að fást við slíkt þar sem vinna með heil kerfi er yfirleitt framkvæmd af
utanaðkomandi aðilum sem tengjast ekki skólanum beint.
Ef markmið grunnskólalaganna á að vera annað en tómt orðagjálfur
og miðast í raun og veru við eðli og þarfir nemanda, þá þarf gjörbreytta
stefnu í skólamálum. Forsenda þess að hægt sé að framkvæma grunnskóla-
lögin er að skólinn nýti í reynd sálfræðilega, félagssálfræðilega og uppeldis-
fræðilega þekkingu. I því sambandi geta ofangreind ráðgjafarform verið
gagnleg. Urbætur, sem einungis taka mið af einstaklingnum án samhengis
við skólamenninguna, gera lítið annað en að aðstoða skólann við að stimpla
og aðlaga einstaklinga, sem falla ekki að ólýðræðislegum skóla, og við-
halda því að skólinn er ekki jafn fyrir alla. Slíkur skóli er stéttaleg skil-
vinda og ýtir enn meira undir ójafna félagslega og efnahagslega aðstöðu
nemenda. Hann er sá skóli sem Christie telur vera geymslustað fyrir efna-
hagslífið, aðeins verri fyrir suma en aðra.
Heimildir:
Christie, Nils: Hvis skolen ikke fandtes. Christian Ejlers Forlag, Köbenhavn, 1971.
Christie, Nils: Som folk er flest. Artikler. Christian Ejlers Forlag, Köbenhavn, 1978.
Jonson, Gustav: Den sociala arvet. Tiden. Stockholm, 1969.
Lög um grunnskóla (nr. 63/1974).
Pálsson, Jónas: Sálfræðiþjónusta í skólum. Menntamál. 1. hefti, 1970.
432