Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 110

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 110
Umsagnir um bækur BLAÐAMENNSKA OG SAGNFRÆÐI í hitteðfyrra sendi Bókaútgáfan Örn og Örlygur frá sér bók um atburðina 30. mars 1949, tveggja höfunda verk þar sem fjallað var um slaginn við alþingis- húsið næstum frá mínúm til mínútu, en um það bil helmingi bókarinnar var varið til að rekja sögulegan aðdraganda átakanna. Sú bók sem hér liggur fyrir er mjög gerð eftir sömu formúlu.1 í miðju stendur blóðugur bardagi í Reykjavík 9. nóvember 1932 (og um hann eru til mjög keimlíkar heimildir og um slaginn 30. mars), en verulegur hluti bókarinnar er lýsing á aðdraganda, aðstæðum og forsendum bardagans. I fyrra skrifaði ég hér í tímaritið um bók- ina um 30. mars og sneri ritdómnum upp í dálítið fræðilega athugun á af- stöðu höfunda til viðfangsefnisins og hvernig hún birtist. Það var eiginlega hugsað sem dæmi til að benda á hvernig afstaða höfundar skín, ef ekki ævinlega þá að minnsta kosti venjulega, í gegn- um það sem hann skrifar, eins þótt stefnt sé að einhvers konar hlutleysi á yfirborði. Þegar ég fékk þessa bók í 1 Ólafur R. Einarsson, Einar Karl Har- aldsson: Gúttóslagurinn 9. nóvember 1932, baráttuárið mikla í miðri heimskreppunni. Reykjavík, Bókaút- gáfan Örn og Örlygur h.f., 1977. 296 bls. hendur datt mér fyrst í hug að fara eins með hana og athuga hvernig mér gengi að finna afstöðu höfunda sem væru væntanlega í grundvallaratriðum sam- mála mér og tímaritinu sem ég skrifa í. Við athugun hvarf ég frá þessu ráði, ekki af því að verkefnið væri erfitt, heldur af því að afstaða höfunda liggur í augum uppi og ástæðulaust er að fjöl- yrða um hana. Bókin er öll skrifuð frá sjónarhorni tveggja aðila sem féllu að nokkru leyti saman, verkalýðsstéttarinn- ar og Kommúnistaflokksins gamla. Um það nægir að nefna örfá dæmi. Avirkt og gildishlaðið orðalag kemur til dæmis fram i því að gerðir verkalýðs- félaganna eru settar fram sem sjálfsagð- ar eða nauðsynlegar: ...... máttu mörg verkalýðsfélög heyja verkföll til að knýja atvinnurekendur til samninga...“ (bls. 51). „... varð verkalýðshreyfingin oft að beita valdi til að hindra að verkföil yrðu rofin“ (bls. 53). Atvinnurekendum er ekki sýndur neinn hliðstæður skiln- ingur. Sagt er að erfitt hafi verið að skipuleggja verkalýðsfélög á Suðurnesj- um „vegna mjög harðsvíraðrar andstöðu útgerðarmanna" (bls. 55). Þegar búast má við að lesanda þyki orð eða gerðir kommúnista hæpin er þeim stundum fengin sérstök skýring sem orkar eins og afsökun. Margendurtekið er hver var af- staða þeirra kommúnista sem neituðu að svara spumingum fyrir rétti eftir slaginn 7. júlí um sumarið (bls. 112—21). Á 440
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.