Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Side 112
'Iímarit Máls og menningar hana. Eg hefði viljað fá meira af slíku. Líka finnst mér verða of stór hlutur jjeirra sem börðu á lögregluþjónum í augnabliksofsa 9. nóvember í saman- burði við allt það fólk sem tók þá ákvörðun að starfa í verkalýðsfélögum og standa verkfallsvaktir vitandi að það gæti leitt til þess að það yrði sniðgengið til vinnu. Það er garpskapur sem ég undrast sífellt þegar ég les um þessi ár. Þetta kann að þykja ósanngjörn að- finnsla þar sem bókinni er nú einu sinni aetlað að fjalla um Gúttóslaginn og titill hennar ber það með sér. En við gemm velt fyrir okkur hvað valdi því að eitt mesta ritið sem við höfum fengið um stéttabaráttu kreppuáranna snúist ein- mitt um þennan atburð og beri þennan titil. Öll rök eru til að ætla að þar ráði hagsmunir útgefandans sem þarf að geta samið spennandi auglýsingar og selt mikið af bókinni á skömmum tíma. Til þess þarf hann að fá eitthvað blóði drif- ið, eitthvað alvarlega refsivert samkvæmt lögum okkar þjóðfélags. Þetta minnir auðvitað mikið á ákveðna gerð blaða- mennsku. Mér detmr ekki í hug að liggja höfundum á hálsi fyrir að taka þátt í þessum leik. Þeir hafa flutt okkur mikið af athyglisverðri sögu miðað við snið og tilgang bókarinnar, og sú saga nær vafalaust til fjölda fólks sem hefði ekki lesið bók með titli eins og Stétta- barátta kreppuáranna. En við skulum gæta þess að markaðsreglur kapítalism- ans eru samar við sig þótt stéttaátök verði stöku sinnum söluvara hans. Annað má nefna sem gerir bókina grunna frá sagnfræðilegu sjónarmiði. Hagfræði kreppuáranna eru gerð afskap- lega lítil skil og oftast látið nægja að vitna til ummæla deiluaðila. Birt er mjög ljós útskýring marxistans Stefáns Pémrs- sonar á orsökum kreppunnar (bls. 48— 50) en ekkert unnið úr henni. Enginn úrskurður er lagður á stefnur deiluaðila og engin tilraun gerð til að benda á hvaða leiðir hefðu verið færar út úr kreppunni árið 1932. Talsvert er birt af úrbótatillögum kommúnista, en ég get ekki ráðið af þeim að þeir hafi í rauninni eygt neina lausn. Þeir kröfð- ust atvinnubótavinnu og mikillar félags- hjálpar. Auðvitað var þeim bent á að bæjarsjóður væri tómur og bankarnir ófærir um að lána honum, og eiginlega var eina svar kommúnista að það ætti að „taka af yfirstéttinni arðránsgróðann'* (bls. 144). Ekki verður vart við að þeir hafi lagt fram neinar tillögur um hvern- ig það skyldi gert, og þótt misréttið í kjörum blasi auðvitað við hljómar ráð kommúnista heldur ósannfærandi eins og á stóð, þegar ýmis stærstu atvinnu- tækin voru ekki einu sinni starfrækt. „Togumm var lagt og ýms útgerðar- fyrirtæki urðu gjaldþrota", segir í bók- inni (bls. 47). Kommúnistar töluðu smndum um byltingu, en þeir vissu vel að engin leið var til að koma henni á þá. Það kom best í ljós að kvöldi 9. nóvember þegar þeir höfðu í rauninni lagt lögreglulið höfuðborgarinnar að velli. Ut úr þessari bók einni gemr mað- ur alveg eins lesið að sjálfstæðismenn hafi kunnað skásta ráðið. Þeir vildu lækka kaup svo mikið að togararnir kæmust á flot aftur, og þannig átti að verða til atvinna handa öllum. Hér mun þó ekki allt sem sýnist. Eg er að vísu enginn sérfræðingur í þessum efnum, og gemr vel verið að ég vaði reyk. En mér hefur skilist að kannski hefði stefna alþýðuflokksmanna og kommúnista leitt til lausnar á krepp- unni, ef menn hefðu kunnað að fylgja henni eftir inn á svið peningamálanna. Þeir kröfðust þess að opinberir aðilar 442
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.