Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 112
'Iímarit Máls og menningar
hana. Eg hefði viljað fá meira af slíku.
Líka finnst mér verða of stór hlutur
jjeirra sem börðu á lögregluþjónum í
augnabliksofsa 9. nóvember í saman-
burði við allt það fólk sem tók þá
ákvörðun að starfa í verkalýðsfélögum
og standa verkfallsvaktir vitandi að það
gæti leitt til þess að það yrði sniðgengið
til vinnu. Það er garpskapur sem ég
undrast sífellt þegar ég les um þessi ár.
Þetta kann að þykja ósanngjörn að-
finnsla þar sem bókinni er nú einu sinni
aetlað að fjalla um Gúttóslaginn og titill
hennar ber það með sér. En við gemm
velt fyrir okkur hvað valdi því að eitt
mesta ritið sem við höfum fengið um
stéttabaráttu kreppuáranna snúist ein-
mitt um þennan atburð og beri þennan
titil. Öll rök eru til að ætla að þar ráði
hagsmunir útgefandans sem þarf að geta
samið spennandi auglýsingar og selt
mikið af bókinni á skömmum tíma. Til
þess þarf hann að fá eitthvað blóði drif-
ið, eitthvað alvarlega refsivert samkvæmt
lögum okkar þjóðfélags. Þetta minnir
auðvitað mikið á ákveðna gerð blaða-
mennsku. Mér detmr ekki í hug að
liggja höfundum á hálsi fyrir að taka
þátt í þessum leik. Þeir hafa flutt okkur
mikið af athyglisverðri sögu miðað við
snið og tilgang bókarinnar, og sú saga
nær vafalaust til fjölda fólks sem hefði
ekki lesið bók með titli eins og Stétta-
barátta kreppuáranna. En við skulum
gæta þess að markaðsreglur kapítalism-
ans eru samar við sig þótt stéttaátök
verði stöku sinnum söluvara hans.
Annað má nefna sem gerir bókina
grunna frá sagnfræðilegu sjónarmiði.
Hagfræði kreppuáranna eru gerð afskap-
lega lítil skil og oftast látið nægja að
vitna til ummæla deiluaðila. Birt er mjög
ljós útskýring marxistans Stefáns Pémrs-
sonar á orsökum kreppunnar (bls. 48—
50) en ekkert unnið úr henni. Enginn
úrskurður er lagður á stefnur deiluaðila
og engin tilraun gerð til að benda á
hvaða leiðir hefðu verið færar út úr
kreppunni árið 1932. Talsvert er birt
af úrbótatillögum kommúnista, en ég
get ekki ráðið af þeim að þeir hafi í
rauninni eygt neina lausn. Þeir kröfð-
ust atvinnubótavinnu og mikillar félags-
hjálpar. Auðvitað var þeim bent á að
bæjarsjóður væri tómur og bankarnir
ófærir um að lána honum, og eiginlega
var eina svar kommúnista að það ætti
að „taka af yfirstéttinni arðránsgróðann'*
(bls. 144). Ekki verður vart við að þeir
hafi lagt fram neinar tillögur um hvern-
ig það skyldi gert, og þótt misréttið í
kjörum blasi auðvitað við hljómar ráð
kommúnista heldur ósannfærandi eins
og á stóð, þegar ýmis stærstu atvinnu-
tækin voru ekki einu sinni starfrækt.
„Togumm var lagt og ýms útgerðar-
fyrirtæki urðu gjaldþrota", segir í bók-
inni (bls. 47). Kommúnistar töluðu
smndum um byltingu, en þeir vissu vel
að engin leið var til að koma henni á
þá. Það kom best í ljós að kvöldi 9.
nóvember þegar þeir höfðu í rauninni
lagt lögreglulið höfuðborgarinnar að
velli. Ut úr þessari bók einni gemr mað-
ur alveg eins lesið að sjálfstæðismenn
hafi kunnað skásta ráðið. Þeir vildu
lækka kaup svo mikið að togararnir
kæmust á flot aftur, og þannig átti að
verða til atvinna handa öllum.
Hér mun þó ekki allt sem sýnist. Eg
er að vísu enginn sérfræðingur í þessum
efnum, og gemr vel verið að ég vaði
reyk. En mér hefur skilist að kannski
hefði stefna alþýðuflokksmanna og
kommúnista leitt til lausnar á krepp-
unni, ef menn hefðu kunnað að fylgja
henni eftir inn á svið peningamálanna.
Þeir kröfðust þess að opinberir aðilar
442