Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 114
Tímarit Máls og menningar unglinga. Því er Búrið eftir Olgu Guð- rúnu Árnadóttur kærkomin bók. Hún tekur fyrir hluti sem koma öllum við: fyrst og fremst bælingu unglinga innan kjarnafjölskyldu og skólakerfis, en reyndar margt fleira. Þessi stutta um- fjöllun beinist einkum að tvennu; ann- ars vegar lýsingunum á þeim tveim svið- um sem aðalpersónan, Ilmur, lifir og hrærist á — heimilinu og skólanum — og viðbrögðum hennar við þessum stofnunum, hins vegar með hvaða hætti hún gerir uppreisn gegn þeim og hvað það felur í sér. Heimilið Foreldrar Ilmar lifa í „dæmigerðu“ hjónabandi samkvæmt formúlunni: vinnuþrælkuð fyrirvinna + einangruð húsmóðir = algjört sambandsleysi. Ef til vill er móðirin, „þúnglyndisvofan mammá' (22), eins og Ilmur nefnir hana, heilsteyptasta persónulýsing bók- arinnar. Hún gerist þunglynd og upp- stökk þar sem uppeldishlutverki hennar er að mestu lokið, hún einangrast æ meir, vill ekki fara út á meðal fólks. Þegar hún hefur þjónustað eiginmann og dóttur á morgnana bíður hennar aðal- upplyfting hennar í lífinu: Morgun- blaðið og kaffið við ylvolga sængina. Fyrir nokkrum árum ætlaði hún að rjúfa gat á einangrunarmúrinn með því að fara út að vinna, en eiginmaðurinn hótaði skilnaði, „því hann kærði sig ekki um að konan hans forsómaði heim- ili, mann og börn fyrir smáskilding sem hyrfi hvort eð er allur í skattinn". (26) Saman reyna foreldrarnir að innræta Ilmi og Ara bróður hennar að góð próf séu lykillinn að fögru mannlífi, án þeirra verði þau aldrei manneskjur, en þau rökstyðja það ekki frekar. Helsti starfi móðurinnar er svo að „passa upp á“ Ilmi: að hún taki góð próf, að hún sé ekki með strákum, eyði ekki pening- um í vitleysu. En áminningar hennar eru bara rex, því hún miðlar Ilmi hvorki reynslu né uppfræðslu af neinu tæi. Ilmur býr við stöðugar ásakanir frá hendi móðurinnar — og það sem meira er, í hennar vitund hefur Ilmur ekki atkvæðisrétt um eitt eða neitt, þar sem hún er bara unglingur. „Þú ert alltaf fyrirfram á móti öllu sem ég segi,“ segir Ilmur við móður sína, „einsog ég sé al- gjör hálfviti og allt tóm þvæla sem ég segi“. (14) Ilmur er í uppreisnarhug gegn for- eldrunum, einkum móður sinni sem bregst henni að flestu leyti, fyrst og fremst með því að neita Umi um þann skilning sem hún þarf á að halda og veigra sér við að flækja sér í samræður við dótturina. Á þann hátt verður sam- band móður og dóttur ópersónulegt og firrt. Þær bregðast hvor við annarri á „vélrænan" hátt. — Þegar móðirin fær Ilmi ekki til að gegna með góðu beitir hún föðurnum fyrir sig sem í vanmætti sínum beitir dótturina ofbeldi. Það er ein ástæðan fyrir því að uppreisnarandi Ilmar brýst út í athöfn: hún flytur að heiman. Hegðun móðurinnar fær sína félags- Iegu skýringu úr munni Berm dönsku- kennara, sem segir við Ilmi: ... En þetta vill nú verða svona þeg- ar konur sitja árum saman inni á heimilinu, þá verður líf barnanna þeirra einsog uppbót fyrir það sem þær sjálfar fara á mis við. Það er ekki beinlínis uppörvandi að eyða ævinni í diskaþvott og skúríngar... (174) Sjálfsagt vill móðirin Ilmi allt það besta og ef til vill eru áminningar hennar af 444
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.