Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 17
Ádreput Virða skal rétt forráðamanna nemenda til þess að tryggja það, að menntun og fræðsla gangi ekki gegn trúar- og lífsskoðunum þeirra(l). I skólastarfinu skal forðast einhliða áróður um slíkar skoðanir og um álitaefni og ágrein- ingsmál í þjóðfélaginu. Síðari liður frumvarpsins beinist að því að reisa skorður við félagslegum könnunum í skólum. Orðalag er talsvert loðið, en frá leikmannssjónarmiði verð- ur ekki annað séð en slíkar kannanir legðust næstum af ef frumvarpið yrði að lögum. Beinlínis er lagt til að vissir mikilvægir þættir verði „friðhelgir" fyrir slíkum könnunum: Kannanir á viðhorfum nemenda, einkalífi þeirra og heimilishögum, einkalífi og högum forráðamanna þeirra, skólafélaga og annarra og á tilteknum at- burðum, sem nemendur hafa orðið vitni að, skal ekki leyfa, nema sérstaklega mikilvægir hagsmunir krefjist þess ... Frumvarpsgreinin um friðhelgi skoðana foreldra kemur kunnuglega fyrir og mun ekki fjölyrt um hana hér. En óneitanlega er hlálegt að sjá frúna vitna í alþjóðlega mannréttindasáttmála sem eiga að tryggja minnihlutahópum, þjóð- um og trúflokkum, menntun sem brýtur ekki gegn þjóðerni og trúarskoðunum (Mbl. 3. febr.). Hart er sorfið að íslenska íhaldinu gagnvart kommúnískri inn- rætingu í skólum ef það er farið að bera sig saman við gyðinga í Sovétríkjunum eða kúrda í Tyrklandi og írak! Hinu efnisatriði frumvarpsins var fylgt eftir með Hvatarfundi og greina- flokki í Morgunblaðinu, að viðbættum staksteinum, leiðurum og Reykjavíkur- bréfi. í greinargerð og framsögn flutningsmanns er beinlínis sagt að þessi atriði séu flutt að gefnu tilefni; gerð hafi verið gífurlega víðtæk könnun á persónu- legum högum nemenda í heilum árgangi grunnskólans í Reykjavík. Svo hátt er reitt til höggsins að svo er að sjá sem um hafi verið að ræða persónunjósnir af allra grófasta tagi. Könnunin sem vísað er til var gerð í febrúar 1976 af sjö íslenskum sálfræði- nemum í Árósum og náði til heils árgangs 14 ára nemenda í grunnskólum. Markmið hennar var að afla sem gleggstra upplýsinga um þennan aldurshóp til að auðvelda „hlutaðeigandi yfirvöldum, einkum á sviði æskulýðs- og skóla- mála, að gera sér grein fyrir þörfum og óskum unglinganna og lífi þeirra að öðru leyti“. (Á. S., Mbl. 22. febr. ’79). Ég hef lesið yfir eitt af nýútkomnum niðurstöðuritum þessarar könnunar, en í inngangi er gerð nokkur grein fyrir rannsókninni í heild. Þar kemur m. a. fram að spurningalistinn var sniðinn eftir danskri könnun til að samanburðargrund- völlur fengist. Að einu leyti var þó íslenska könnunin frábrugðin þeirri dönsku: íslensku nemendurnir voru ekki beðnir að skrifa nöfn sín, fæðingardag, bekkjar- deild eða annað það sem gæti komið upp um nöfn einstakra svarenda. Dönsku nemendurnir svöruðu hins vegar undir nafni. Um þetta segir í bókinni m. a.: 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.