Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Síða 17
Ádreput
Virða skal rétt forráðamanna nemenda til þess að tryggja það, að menntun
og fræðsla gangi ekki gegn trúar- og lífsskoðunum þeirra(l). I skólastarfinu
skal forðast einhliða áróður um slíkar skoðanir og um álitaefni og ágrein-
ingsmál í þjóðfélaginu.
Síðari liður frumvarpsins beinist að því að reisa skorður við félagslegum
könnunum í skólum. Orðalag er talsvert loðið, en frá leikmannssjónarmiði verð-
ur ekki annað séð en slíkar kannanir legðust næstum af ef frumvarpið yrði að
lögum. Beinlínis er lagt til að vissir mikilvægir þættir verði „friðhelgir" fyrir
slíkum könnunum:
Kannanir á viðhorfum nemenda, einkalífi þeirra og heimilishögum, einkalífi
og högum forráðamanna þeirra, skólafélaga og annarra og á tilteknum at-
burðum, sem nemendur hafa orðið vitni að, skal ekki leyfa, nema sérstaklega
mikilvægir hagsmunir krefjist þess ...
Frumvarpsgreinin um friðhelgi skoðana foreldra kemur kunnuglega fyrir og
mun ekki fjölyrt um hana hér. En óneitanlega er hlálegt að sjá frúna vitna í
alþjóðlega mannréttindasáttmála sem eiga að tryggja minnihlutahópum, þjóð-
um og trúflokkum, menntun sem brýtur ekki gegn þjóðerni og trúarskoðunum
(Mbl. 3. febr.). Hart er sorfið að íslenska íhaldinu gagnvart kommúnískri inn-
rætingu í skólum ef það er farið að bera sig saman við gyðinga í Sovétríkjunum
eða kúrda í Tyrklandi og írak!
Hinu efnisatriði frumvarpsins var fylgt eftir með Hvatarfundi og greina-
flokki í Morgunblaðinu, að viðbættum staksteinum, leiðurum og Reykjavíkur-
bréfi. í greinargerð og framsögn flutningsmanns er beinlínis sagt að þessi atriði
séu flutt að gefnu tilefni; gerð hafi verið gífurlega víðtæk könnun á persónu-
legum högum nemenda í heilum árgangi grunnskólans í Reykjavík. Svo hátt
er reitt til höggsins að svo er að sjá sem um hafi verið að ræða persónunjósnir
af allra grófasta tagi.
Könnunin sem vísað er til var gerð í febrúar 1976 af sjö íslenskum sálfræði-
nemum í Árósum og náði til heils árgangs 14 ára nemenda í grunnskólum.
Markmið hennar var að afla sem gleggstra upplýsinga um þennan aldurshóp
til að auðvelda „hlutaðeigandi yfirvöldum, einkum á sviði æskulýðs- og skóla-
mála, að gera sér grein fyrir þörfum og óskum unglinganna og lífi þeirra að
öðru leyti“. (Á. S., Mbl. 22. febr. ’79).
Ég hef lesið yfir eitt af nýútkomnum niðurstöðuritum þessarar könnunar, en í
inngangi er gerð nokkur grein fyrir rannsókninni í heild. Þar kemur m. a. fram
að spurningalistinn var sniðinn eftir danskri könnun til að samanburðargrund-
völlur fengist. Að einu leyti var þó íslenska könnunin frábrugðin þeirri dönsku:
íslensku nemendurnir voru ekki beðnir að skrifa nöfn sín, fæðingardag, bekkjar-
deild eða annað það sem gæti komið upp um nöfn einstakra svarenda. Dönsku
nemendurnir svöruðu hins vegar undir nafni. Um þetta segir í bókinni m. a.:
7