Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 50
Tímarit Máls og menningar
presta, en það var nafn helgisiðabókanna á þeirri tíð. Samkvæmt henni
skuldbundu guðfeðginin barnið til ákveðinnar lífsstefnu og lífsskoðunar
til æviloka. Helgi skírnarsáttmálans var fólgið í þrem atriðum. I fyrsta
lagi var barnið skuldbundið til að „afneita djöflinum og öllum hans
verkum og öllu hans athæfi“. I öðru lagi var barnið játað undir lútersku
trúarjátninguna, og í þriðja lagi var gefið loforð um að standa við
afneitunina á djöflinum og stöðugur í hinni játuðu trú til æviloka. Við
ferminguna var hið skírða barn síðan krafið staðfestingar á því, sem við
skírnina var staðfest fyrir þess hönd, með þreföldu jáyrði og handsali.
Undir þessa kvöð var ég leiddur í Slindurholtskirkju á vordögum 1907.
En 1910 kom svo ný helgisiðabók. Þar stóð þessi formáli fyrir lestri
trúarjátningarinnar við skírnina: „Heyrum nú játning trúar vorrar, sem
barnið á að skírast til“. Þar eru engin loforð gefin fyrir barnsins hönd,
og við ferminguna er einskis jáyrðis krafizt af táningnum og einskis
handsals. Vaxandi mannúðarstefna og tilfinningin fyrir persónulegum
rétti barnsins og unglingsins setur mót sitt á breytinguna. I nýrri
helgisiðabók, sem út kom 1934, er annað hænufetið stigið í sömu átt.
A titilsíðu þeirrar bókar er það tekið fram, að hún komi út „að tilhlutun
prestastefnunnar og kirkjuráðs hinnar íslenzku þjóðkirkju“, og er hún
þannig vitnisburður um lýðræðislega þróun í stjórnun kirkjumálanna. Þar
er enn breytt inngangi að lestri trúarjátningarinnar. Það er ekki sagt, að
barnið eigi að skírast til hennar. Nú var þekking á innihaldi og tilorðn-
ingu trúarjátningarinnar orðin svo kunn og viðurkenning á staðreynd-
um svo sjálfsögð, að prestar kinokuðu sér við að vanhelga skírnina
með játningu trúaratriða, sem skröltu óraleiðir í burtu frá áhugaefnum
samtíðarinnar. Það er aðeins bent á það, að kirkjan hafi „við skírnina kyn-
slóð eftir kynslóð og allt til þessa dags játað trú sína þannig“. Hér er
þessi játning aðeins lesin vegna fornhelgi hennar, en ekki jámð.
2
Þessa mola, sem hér hafa verið rifjaðir upp um gengna tíð íslenzku þjóð-
kirkjunnar, hef ég víst nokkrum sinnum rifjað upp áður í einu og öðm
sambandi, þegar mér hefur þótt gefast tilefni til. Nú um síðustu áramót
gafst nýtt tilefni af sérstakri gerð. I jólabókahromnni barst á markaðinn
lítil bók, sem lét ekki mikið yfir sér, hvorki að yfirbragði né innihaldi.
Hún bar hið látlausa og hlýlega heiti „Félagi Jesús“, og svo virtist sem
40