Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 84

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 84
Tímarit Máls og menningar upp að nýju. Allur millikafli kvæðisins hefði getað verið hluti úr bók, bók- inni sem skáldið les luktum augum. Enn eitt atriði til fjarlægingar frá raun- yeruleikanum. Ef við mörkum þessum hluta stað gagnvart tímaröð kvæðisins í heild virðist hann gerast nóttina eftir bardagann. Skáldið virðist reyna að lesa seint um nótt því að allt sem hann les verður að engu þegar röðull rennur (II,60). Lítil tengsl virðast vera við undanfarandi dag. Allir hafa einhvern tíma orðið fyrir því að sofna yfir bók og sjá hana taka á sig hinar afkáralegustu myndir. Það er einmitt þetta sem virðist hafa komið fyrir skáldið þegar hann leitaði hugsvölunar í bókarlestri. Onnur per- sónan í „þú er sefur“ (11,49) virðist hér eiga við huldumanninn vegna við- þótarinnar „undir moldum heims“. Hann er sá sem geymir lykilsins að því fagra landi sem skáldið þráir. I síðari málsgreininni, sem hefst svo: „Oft var sem læsi eg Iuktum aug- um“, er líka fólgin tilraun til að leita hugsvölunar í fortíðinni, að þessu sinni í tónlist. En inntaki beggja erindanna er vísað frá með þessum orðum: „draumsjón ein og misheyrn“ (11,59—60). Bæði úrræðin eru til einskis, og hryggð vegna þessarar uppgötvunar kemur fram í tengi-vísuorðunum „Svo dregur knéfiðlan þungan trega á land“ (11,57), sem einnig boðar hið músíkalska millispil. Vísunin til Nerósagnarinnar er sterkur vitnisburður um gagnsleysi list- arinnar. Listamaðurinn (Neró) leitar á vit listnautnar meðan menningar- heimur brennur, og til hvers góðs er þá fiðlan? Listaverk? Þau megna ekki að endurheimta þetta allt. Oánægjan með listina er einn þáttur af vonbrigð- um og ófullnægju skáldsins. Af einhverri ástæðu finnst honum að í list sinni, eða vegna hennar, sé hann fasmr í hlutverki mállausrar brúðu. Kaflanum lýkur með sama deyfða hljómblænum á lokatilvitnuninni: „Svona upp með þig, það er glas.“ Reyndar er glas, en hrópið er jafn til- gangslaust og fyrr og nú er það aðeins bergmál. I. og II. hluti fjalla í meginatriðum um sama efnið, hinn fyrri beinist að nóttinni, hinn síðari að deginum. Þessar andstæður voru gefnar í skyn í línum 1,90—91: „Til þín mun guð úr austri örvum beina/ og annar glotta kalt í sigðarlíki." Lykilmyndir hér eru hin hættulegu verkfæri, örin og sigðin. I báðum þessum hlutum er fjallað um sama vandann, hugur skálds- ins er í uppnámi. Hann er ráðvilltur, í vafa um gildi lífsins og listarinnar, eigin listar. Utanaðkomandi öfl, bæði í náttúru og mannlífi, eru í baráttu og reyna að hafa áhrif á hann eða ánetja hann. Athöfn í I. hluta er sprottin '74
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.