Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 89

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 89
Dymbilvaka, skáldið í vitanum nasismans hafði ekki fyrr verið brotin á bak aftur en kalda stríðið tók að geysa af fullum krafti og reyndist nýheimtu sjálfstæði landsins mun skeinu- hættara en heita stríðið hafði verið. Sigurvegarar heimsstyrjaldarinnar sner- ust hver gegn öðrum og bylgja andkommúnisma fór yfir hinn vestræna. heim, samtímis því sem Bandaríkjastjórn tók að leita sér að fótfestu innan hins nýja lýðveldis (Bandaríkin fengu aðgang að flugvelli 1946 og í mars 1949 gerðist Island aðili að Atlantshafsbandalaginu). Samt féllu jafnvel þessi atriði í skuggann fyrir öðru, upplausn íslenskrar menningar í kjölfar stríðsgróðans. Ef við skoðum skáldið í vitanum í ljósi allra þessara atriða er auðvelt að finna fulltrúa þessara afla umheimsins meðal „framandi guða“ Dymbilvöku. Þegar kvæðið varð til stóðu átök gamals og nýs tíma sem hæst. Hin gríðarmikla ólga áranna eftir stríðið náði hámarki 1949 og ísland, sem hafði átt sér skyndilegt, næstum óþyrmilegt framfaraskeið, var í þann veg- inn að segja skilið við einangrun sína og fylgja í kjölfar annarra vestrænna ríkja inn í menningu kaldastríðstímans. A persónulegra sviði, gagnvart hverjum einstaklingi, varð þetta að sjálf- sögðu afdrifaríkt. Menn voru allt í einu leiddir á vit gerbreyttra og flókinna nútíma lífshátta, samtímis því að rótleysi stríðsáranna hafði kollvarpað ýms- um siðferðislegum viðmiðunum. Loks er svið sem beinist enn meira inn á við: þar sem skáldið er að reyna að skilgreina eigin afstöðu til listarinnar, og jafnvel þótt við náum engum öðrum niðurstöðum af lestri kvæðisins er Dymbilvaka sjálf svar við þeim vanda. Onnur heildartúlkun gæti verið sú að líta á kvæðið sem könnun á stöðu skáldsins í samfélaginu og að það sameinaði þannig pólitíska allegoríu og sálfræðilega túlkun. Ef við rekjum kvæðið út frá þessu sjónarmiði birtir það okkur blendin viðbrögð skáldsins gagnvart heimi athafna og heimi list- arinnar. I I. hluta virðist skáldið hafa samúð með gestinum sem neitaði að taka þátt í veiðiferðinni, þó er hugur hans í miklu uppnámi. I II. hluta gæti huldumaðurinn einnig átt við skáldið í einangrun sinni sem geymir töfraorðsins á meðan vitstola bardaginn geysar beint yfir höfði hans. I lok II. hluta virðist skáldið þó líta á alla list sem fánýti og óvænlega til neinn- ar huggunar. I ljósi þessa fæli fullvissan, sem birtist í IV. hluta, í sér lausn þessara andstæðna, skáldið hefur komist að þeirri niðurstöðu að eigið skáld- skaparhlutverk sé besta leið hans til „athafna“ í þessum heimi. Þrátt fyrir það hvað kvæðið er furðulega nýstárlegt eru hefðbundin atriði 79
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.