Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Síða 89
Dymbilvaka, skáldið í vitanum
nasismans hafði ekki fyrr verið brotin á bak aftur en kalda stríðið tók að
geysa af fullum krafti og reyndist nýheimtu sjálfstæði landsins mun skeinu-
hættara en heita stríðið hafði verið. Sigurvegarar heimsstyrjaldarinnar sner-
ust hver gegn öðrum og bylgja andkommúnisma fór yfir hinn vestræna.
heim, samtímis því sem Bandaríkjastjórn tók að leita sér að fótfestu innan
hins nýja lýðveldis (Bandaríkin fengu aðgang að flugvelli 1946 og í mars
1949 gerðist Island aðili að Atlantshafsbandalaginu). Samt féllu jafnvel
þessi atriði í skuggann fyrir öðru, upplausn íslenskrar menningar í kjölfar
stríðsgróðans. Ef við skoðum skáldið í vitanum í ljósi allra þessara atriða er
auðvelt að finna fulltrúa þessara afla umheimsins meðal „framandi guða“
Dymbilvöku.
Þegar kvæðið varð til stóðu átök gamals og nýs tíma sem hæst. Hin
gríðarmikla ólga áranna eftir stríðið náði hámarki 1949 og ísland, sem
hafði átt sér skyndilegt, næstum óþyrmilegt framfaraskeið, var í þann veg-
inn að segja skilið við einangrun sína og fylgja í kjölfar annarra vestrænna
ríkja inn í menningu kaldastríðstímans.
A persónulegra sviði, gagnvart hverjum einstaklingi, varð þetta að sjálf-
sögðu afdrifaríkt. Menn voru allt í einu leiddir á vit gerbreyttra og flókinna
nútíma lífshátta, samtímis því að rótleysi stríðsáranna hafði kollvarpað ýms-
um siðferðislegum viðmiðunum.
Loks er svið sem beinist enn meira inn á við: þar sem skáldið er að reyna
að skilgreina eigin afstöðu til listarinnar, og jafnvel þótt við náum engum
öðrum niðurstöðum af lestri kvæðisins er Dymbilvaka sjálf svar við þeim
vanda.
Onnur heildartúlkun gæti verið sú að líta á kvæðið sem könnun á stöðu
skáldsins í samfélaginu og að það sameinaði þannig pólitíska allegoríu og
sálfræðilega túlkun. Ef við rekjum kvæðið út frá þessu sjónarmiði birtir
það okkur blendin viðbrögð skáldsins gagnvart heimi athafna og heimi list-
arinnar. I I. hluta virðist skáldið hafa samúð með gestinum sem neitaði að
taka þátt í veiðiferðinni, þó er hugur hans í miklu uppnámi. I II. hluta gæti
huldumaðurinn einnig átt við skáldið í einangrun sinni sem geymir
töfraorðsins á meðan vitstola bardaginn geysar beint yfir höfði hans. I lok
II. hluta virðist skáldið þó líta á alla list sem fánýti og óvænlega til neinn-
ar huggunar. I ljósi þessa fæli fullvissan, sem birtist í IV. hluta, í sér lausn
þessara andstæðna, skáldið hefur komist að þeirri niðurstöðu að eigið skáld-
skaparhlutverk sé besta leið hans til „athafna“ í þessum heimi.
Þrátt fyrir það hvað kvæðið er furðulega nýstárlegt eru hefðbundin atriði
79