Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 113
Hermann Pálsson
Islendingasögur og Hugsvinnsmál
Skipulegar rannsóknir á hugmyndaforða íslenzkra fornbókmennta mega
enn heita skammt á veg komnar, en þó hefur svo mikið verið unnið á þessu
sviði um undanfarna áratugi, að nú er unnt að átta sig á eðli vandamálsins
í heild.1 Einn þáttur slíkra rannsókna hlýtur óhjákvæmilega að beinast í
þá átt að rekja einstakar hugmyndir til útlendra lærdómsrita, sem enn eru
til í íslenzkum og norskum þýðingum frá tólftu og þrettándu öld; sú tíð
er nú úti, að fræðimenn eigni norrænni og germanskri menningu obbann
af þeim skoðunum sem Islendingasögur hafa að geyma um eðli fólks og
vandamál. Að sjálfsögðu munu landnámsmenn og forfeður þeirra í Noregi
hafa tekið ákveðna afstöðu til réttlcetis, hófsemi, hugrekkis og annarra
mannlegra dyggða, en hitt væri fráleitt að telja, að þeir hafi getað skipað
slíkum hugmyndum í samfellt kerfi eins og húmanistar og aðrir lærdóms-
menn gerðu í þann mund sem Islendingar voru að fást við að skrifa sögur,
á tólftu, þrettándu og fjórtándu öld. Nú er það einmitt eitt af mörgum ein-
kennum Njálu, Hrafnkels sögu, Bandamanna sögu og ýmissa annarra sagna,
að höfundar þeirra hugsuðu skipulega og kerfisbundið um mannleg og
félagsleg vandamál. I frumstæðari bókmenntum, svo sem hetjukvæðum
úr fornum sið, eru hugrekki, vizka og aðrar dyggðir mikilvægur þáttur í
einstökum mannlýsingum, en það er ekki fyrr en Islendingar höfðu setið
um skeið á skólabekk, að þeir gám ekki einungis áttað sig á verðmæti
sundurleitra dyggða og flóknu samhengi þeirra, heldur einnig öðlazt svo
mikið vald yfir slíkri þekkingu, að þeim varð unnt að beita henni á skyn-
samlegan hátt í lifandi mannlýsingum. Hinar beztu fornsögur vorar eru
ef til vill dýrasti ávöxtur húmanismans á miðöldum.
Um siðræn verðmæti í sögunum má benda lauslega á tvennt til skýr-
ingar, sem mönnum hættir til að skjótast yfir. I fyrsta lagi gætir dóma
um mannlega hegðun einkum í samtölum og ræðum en miklum mun
sjaldnar í frásögnum og lýsingum sem eru ekki lagðar í munn einstökum
persónum, enda kunna Iesendur því yfirleitt heldur illa ef „höfundurinn
103