Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 113

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 113
Hermann Pálsson Islendingasögur og Hugsvinnsmál Skipulegar rannsóknir á hugmyndaforða íslenzkra fornbókmennta mega enn heita skammt á veg komnar, en þó hefur svo mikið verið unnið á þessu sviði um undanfarna áratugi, að nú er unnt að átta sig á eðli vandamálsins í heild.1 Einn þáttur slíkra rannsókna hlýtur óhjákvæmilega að beinast í þá átt að rekja einstakar hugmyndir til útlendra lærdómsrita, sem enn eru til í íslenzkum og norskum þýðingum frá tólftu og þrettándu öld; sú tíð er nú úti, að fræðimenn eigni norrænni og germanskri menningu obbann af þeim skoðunum sem Islendingasögur hafa að geyma um eðli fólks og vandamál. Að sjálfsögðu munu landnámsmenn og forfeður þeirra í Noregi hafa tekið ákveðna afstöðu til réttlcetis, hófsemi, hugrekkis og annarra mannlegra dyggða, en hitt væri fráleitt að telja, að þeir hafi getað skipað slíkum hugmyndum í samfellt kerfi eins og húmanistar og aðrir lærdóms- menn gerðu í þann mund sem Islendingar voru að fást við að skrifa sögur, á tólftu, þrettándu og fjórtándu öld. Nú er það einmitt eitt af mörgum ein- kennum Njálu, Hrafnkels sögu, Bandamanna sögu og ýmissa annarra sagna, að höfundar þeirra hugsuðu skipulega og kerfisbundið um mannleg og félagsleg vandamál. I frumstæðari bókmenntum, svo sem hetjukvæðum úr fornum sið, eru hugrekki, vizka og aðrar dyggðir mikilvægur þáttur í einstökum mannlýsingum, en það er ekki fyrr en Islendingar höfðu setið um skeið á skólabekk, að þeir gám ekki einungis áttað sig á verðmæti sundurleitra dyggða og flóknu samhengi þeirra, heldur einnig öðlazt svo mikið vald yfir slíkri þekkingu, að þeim varð unnt að beita henni á skyn- samlegan hátt í lifandi mannlýsingum. Hinar beztu fornsögur vorar eru ef til vill dýrasti ávöxtur húmanismans á miðöldum. Um siðræn verðmæti í sögunum má benda lauslega á tvennt til skýr- ingar, sem mönnum hættir til að skjótast yfir. I fyrsta lagi gætir dóma um mannlega hegðun einkum í samtölum og ræðum en miklum mun sjaldnar í frásögnum og lýsingum sem eru ekki lagðar í munn einstökum persónum, enda kunna Iesendur því yfirleitt heldur illa ef „höfundurinn 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.