Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 117

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 117
íslendingasögur og Hugsvinnsmál Þótt þessum þýðingum beri ekki saman um einstök orð (þræta: senna; málrófsmenn: hvassorða hali; málróf: málskálp; speki: hyggja), þá er ein- sætt að þessar tvær íslenzku þýðingar eru líkari hvor annarri en hinni latnesku, enda má segja að hinir íslenzku meistarar sýni hliðstæð frávik frá frumgerðinni. Setningunni „þótt satt vitir“ er skotið inn til skýringar og viðbótar í Hugsvinnsmálum, en að öðru leyti svipar báðum þýðingun- um mjög saman. Hér eins og annars staðar í fornum ritum íslenzkum er neikvæður boðháttur (noli með nafnhætti) þýddur „hirð eigi“ með nafn- hætti aðalsagnar. Síðari setningin er miklum mun einfaldari að hugsun í latnesku gerðinni en í hinum íslenzku: „Mál er öllum gefið, en vizka and- ans fáum“ verður magnaðra á íslenzku einkum af tveim ástæðum. I fyrsta lagi er notað niðrandi hugtak (málróf, málskálp) í stað hlutlauss orðs (sermo), og skerpir það andstæðuna við hyggju eða speki, og hins vegar er andstæðan „mörgum“ gegn „fáum“ skáldlegri en í latínunni, þar sem „öllum“ (cunctis) er teflt gegn „fáum“ (paucis). Islenzku gerðunum ber því ekki einungis saman um mikilvæg atriði, heldur má segja að í þeim komi fram ný túlkun á siðfræðilegri merkingu hins latneska spakmælis. Hvernig var þessi einfalda latneska setning þýdd á íslenzku í þann mund sem Ari fróði, ungur piltur vestan frá Helgafelli, settist á skólabekk í Haukadal? Hvað ungur nemur, gamall temur, segir í fornu spakmæli, og engan þarf að undra, þótt slíkur boðskapur í versum Catós ráðgjafa hafi komizt inn í verk þeirra menntamanna, sem fengust við að skrifa sögur eftir að skólanámi lauk. Fjórði kafli Grettis sögu lýsir afrekum og ævintýrum Önundar tréfóts í Suðureyjum, en þar mætir hann víkingunum Vígbjóð og Vestmari, sem skopast að honum fyrir orrustu: „Tröll hafi Tréfót allan,“ segja þeir, „tröllin steypi þeim öllum. Og er það fáséð, að þeir menn fari til orrustu, er ekki mega sér.“ En úrslitin urðu þó á þá lund, að Önundur hinn einfætti ber sigur af hólmi, og eftir að hann hefur sært annan vík- inginn til ólífis og hrakið hinn á flótta, kveður hann vísu, þar sem hann hermir orð Hugsvinnsmála: ,JS/ieir er mörgum ... málskálp lagið ... en hyggjandi.“ Hér eins og víðar í sögunum, þegar farið er með almenn sannindi, er gerandinn óákveðinn, en að öðru leyti lýsir vísan viðureign Önundar við víkinga. Mér er ekki kunnugt um, að orðið „málskálp“ komi annars staðar fyrir í fornu máli en í Hugsvinnsmálum og þessari vísu Grettlu. Nú hagar svo skemmtilega til, að Bjarnar saga Hítdælakappa bergmálar orðtak Staffræðinnar og beitir þá orðinu „málróf“, sem virðist 107
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.