Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 122

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 122
Timarit Aláls og menningar svigrúmi, frjálsræði og lífsgleði Ameríku. Önnur skáldsaga hans, „The Subterraneans“ (1958), er lofsöngur til þess neðanjarðarlífs sem hreyfing- in ásmndaði, sunginn í ljóðrænum, upphöfnum og innblásnum prósa. En besta verk hans er sennilega „The Dharma Bums“ (1958) sem lofsyngur „bakpokabyltinguna“ svonefndu, austræn trúarbrögð og undur hins frjálsa lífs úti í guðsgrænni náttúru eða í ódýrum hótelherbergjum stórborga. Bækur Kerouacs tjá í senn dapurleik og lífsþrótt hinnar ungu Ameríku. Upp úr þessum jarðvegi vaxa ný viðhorf, miklu harðneskjulegri og hættulegri, þar sem eiturlyf, glæpir og úrkynjun taka höndum saman við algert stjórnleysi í hinni hamslausu hippa-hreyfingu fullkominnar afneit- unar. Þessi hreyfing gengur lengra en nokkur önnur og eignast sinn stærsta og snjallasta talsmann í William S. Burroughs (f. 1914), sem í besta og kunnasta skáldverki sínu, „Naked Lunch“ (1959), fer út á ysm nöf bæði í formi og málbeitingu. Ofbeldið í verkum hans er kaldrifjað og takmarka- laust: eimrlyf, kynvillt ofbeldishneigð, grimmilegt alveldi þeirra sem ráðin hafa verða einungis líkingar eða tákn í lýsingu hans á veröld sem er geng- in af göflunum. Þrátt fyrir kaldhamraðan og næstum vélrænan stíl á Bur- roughs samt til sérkennilega kímni og gefur sig smndum á vald ljóðrænum skáldsýnum. Lengra verður varla komist í lýsingu hins vélræna hryllings en hann gerir, enda segir hann á einum stað: „Að tala er að ljúga.“ Nokkrir aðrir höfundar nálgast Burroughs í hryllingslýsingum á úrkynj- uðu mannlífi, meðal þeirra John Rechy í „City of Night“ (1963), Burt Blechman í „Stations" (1964) og Hubert Selby í „Last Exit to Brooklyn“ (1964). En enginn þeirra kemst í hálfkvisti við Burroughs í djöfullegu skopi og fullkomnu vantrausti á mngunni sem tjáningarmiðli. Eftir Burroughs hlaut firringin að taka nýja stefnu og hafði raunar þegar gert það í skáldsögunni „The Ginger Man“ (1955) eftir J. P. Donleavy (f. 1926), írskættaðan orðhák sem skóp ógleymanlega söguhetju þar sem var Sebastian Dangerfield skjögrandi um Dublin um leið og hann semur ævi sína frá degi til dags eins og skáldsöguhöfundur, með öllum þeim lífsþorsta og örvæntingu sem hann hefur yfir að ráða, í því skyni að sigr- ast á sjálfum dauðanum sem bíður hans við hvert fótmál. Skop bókar- innar er óborganlegt, en það er jafnan í næsta nágrenni við algera örvænt- ingu. — Seinni skáldsögur Donleavys, svo sem „A Singular Man“ (1963) og „The Beastly Beatimdes of Balthazar B“ (1968), eru samdar í svipuðum anda, í senn gráthlægilegar, dapurlegar, berorðar og markaðar dauðabeyg. Firringin tekur aðra stefnu og miklu jákvæðari í stórfenglegri frumsmíð 112
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.