Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 38
Tímarit Máls og menningar anna. Ég taldi ráðlegt að biðja til þessa guðs, þótt ég hefði aldrei heyrt hans getið. Hversu má ég lýsa því sem fyrir augun bar? Hvergi fannst mannaþefur af steini eða málmi. Eigi var heldur mörg tré að sjá í þessari grjótauðn. Um turnana flögrar mergð dúfna og á þar hreiður sín - guðirnir hafa ef- laust haft á þeim miklar mætur eða að öðrum kosti alið þær til fórna. A guðavegunum ráfa flækingskettir, græneygðir og spakir. Um nætur væla þeir sem utburðir en eru samt eigi andar framliðinna. Villihundarnir eru háskalegri, því að þeir fara um í flokkum og leita sér ætis, en á þá rakst ég eigi fyrr en síðar. Hvarvetna eru áletranir á steinum, töfraorð og tölu- stafir. Ég hélt í norður — ég reyndi á engan veg að dyljast. Ef einhver guð eða ill vættur kæmi auga á mig biði ég bana, en nú bar ég engan kvíðboga lengur. Mig hungraði og þyrsti eftir þekkingu — það var svo margt sem mér var hulin ráðgáta. Innan skamms varð mér ljóst að ég var soltinn. Mér hefði verið í lófa lagið að veiða mér til matar, en ég brá aldrei á það ráð. Það er alkunna að guðirnir lögðu eigi stund á veiðar svo sem vér gerum — þeir sóttu fæðu sína í töfraker og krukkur. Við ber að þess konar ílát finnast í dauðareitum — eitt sinn meðan ég var ungur og fávís opnaði ég eina af þessum krukkum, bragðaði á innihaldinu og fann að það var sætt. En faðir minn komst að því og refsaði mér harðlega, því að slíkur matur ber einatt í sér dauðann sjálfan. Nú hafði ég hvort eð var virt öll bönn að vettugi og gekk því inn í þá turnana sem mér þóttu líklegastir til þess að svipast þar um eftir guðafæðu. Ég fann hana loks í rústum mikils hofs í miðborginni. Þetta hlýtur að hafa verið voldugt hof, því að loftið var málað eins og alstirndur nætur- himinn - það mátti greina þótt litirnir væru orðnir daufir. Undir því voru göng mikil og hellar - ef til vill voru það þrælageymslur. En á leiðinni niður heyrði ég tíst í rottum og sneri þá við - rottur eru óhreinar skepnur, og af tístinu mátti ráða að margar ættkvíslir væru þarna saman komnar. En skammt þaðan fann ég mat í hrundu húsi bak við hurð sem enn var hægt að opna. Ég neytti aðeins ávaxtanna úr krukkunum — þeir voru harla gómsætir. Sömuleiðis var þarna drykkur á glerflöskum — drykkur guðanna var síerkur og steig mér til höfuðs. Er ég hafði neytt matar og drykkjar, lagðist ég til hvíldar á stórum steini og sofnaði með bogann við hlið mér. Þegar ég vaknaði var sól lágt á lofti. Ég leit niður af steininum, þar sem ég lá, og kom þá auga á sitjandi hund. Hann var á stærð við úlf, ljós- 284
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.