Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 108
Tímarit Máls og menningar hugtakið trúarbrögð er hér skilið í mjög víðtækri merkingu. Þegar í upphafi rit- gerðarinnar er vitnað í grundvallarkenn- ingu Tillichs: „Trúarbrögðin eru efni menningarinnar, og menningin er form trúarbragðanna." (1) Seinna er sagt um táknmyndir að Tillich líti á þær fyrst og fremst sem táknmyndir trúarinnar og að „þegar til lengdar lætur geta allar táknmyndir verið túlkaðar í Ijósi þeirra" (163, skáletrun mín). Staðhæfing Gunn- ars, að þjóðkirkja verði að kynnast „þjóð“ sinni „með því að rannsaka ver- aidlega menningu hennar" (1), virðist — þegar tillit er tekið til þess sem hefur verið vitnað í hér að framan — fela í sér þá skoðun að einnig veraldleg menning sé form trúarbragðanna. En þar sem yfirleitt er litið á hugtökin seku- lár (veraldlegur) og religös sem andstæð- ur kann það að koma „venjulegum" bók- menntafræðingum einkennilega fyrir sjónir þegar hugtakið religion (trúar- brögð) er skilið á svo „frjálslyndan" hátt. Hættan virðist yfirvofandi, að ver- aldleg menning sé túlkuð í alltof „trú- arbragðalegum“ eða jafnvel kristilegum skilningi. Að mínum dómi hefur Gunn- ari ekki með öllu tekist að forðast þá hætm. En hvað sem öðru líður er hið mikla skáldverk Heimsljós tilvalið efni í rannsókn af þessari tegund. I kaflanum „Endurhljómar úr biblíunni" (54—58) tekur Gunnar upp þá sérstöku staði í sögunni sem mynda svo að segja áþreif- anlegan grundvöll undir rannsókninni: „Mörg atriði verksins væri hægt að túlka sem bendingar á biblíuna, nánar tiltekið: á líf Jesú." (54) Á slík sam- bönd hefur sem sagt verið bent fyrr. En Gunnar bætir ýmsu við af eigin athug- unum. Sumar þeirra eru að vísu vafa- samar. Þegar Ólafi Kárasyni finnst hann vera eina barnið í heiminum sem mark sé takandi á, lítur Gunnar svo á að þetta gæti verið „bending á barn jólanna" (54). En í textasambandinu er þetta greinilega að skilja sem dæmi um sjálfs- elsku og sjálfsaumkun Ólafs. Laxness sér oft sögupersónur sínar frá ýmsum hliðum. I lýsingu hans á Ljósvíkingnum verður ósjaldan vart við tvíræðni og jafnvel skop. Yfirleitt finnst mér Gunn- ar taka of lítið tillit til þessarar tví- ræðni, sem er snar þáttur í list Hall- dórs. Hinni „yfirnáttúrlegu lækningu" Ól- afs Kárascnar er „gegnum allt verkið lýst annaðhvort sem upprisu eða endur- fæðingu", og þessa lækningu „gætum við nefnt skírn hans" (55), segir Gunnar. En öll þessi lækningasaga er skoðuð í mjög tvíræðu ljósi. Fyrst og fremst er sagt frá sjálfum krankleika Ólafs á ýkt- an og skoplegan hátt. I öðru lagi er lækning hans framkvæmd af stúlkunni Þórunni á Kömbum, sem er fulltrúi hinna dulrænu „straum- og skjálfta- lækninga" (78). En eins og kunnugt er hefur Laxness á sínum tíma tekið slík- ar „yfirnáttúrlegar lækningar" til með- ferðar í vægðarlausum ádeilugreinum. Þannig á vafalaust að skoða „upprisu" eða „endurfæðingu" Ólafs í Ijósi tví- ræðni og skops. Þorpið Sviðinsvík er margsinnis í textanum kallað „eignin". Samkvæmt Gunnari má „ekki útiloka" að með þessu orði sé bent „á Jóh. 1:11 í ís- lensku biblíunni, það er: ,Hann kom í eign sína' “. Á tilsvarandi hátt megi segja að Ólafur, eins og sú Krists-mynd sem hann sé, komi í „eign" sína, Svið- insvík. En Gunnar tekur fram að orðið „eign" í Heimsljósi „er í fyrsta lagi pólitískrar merkingar þar sem það á að 354
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.