Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Qupperneq 104

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Qupperneq 104
Tímarit Máls og menningar hefur orðið var við; þar við má bæta, að við þurfum bækur um þetta efni frá lians sjónarhorni svo og gagnstæðra við- horfa. Er það von mín, að þess verði ekki langt að bíða, að umræddur skerf- ur hans til nútímasögu sjái dagsins ljós til að bæta úr þeirri fátækt, sem við búum við á þessu sviði. Svo ágæt, sem bókin „Að leikslok- um“ er í heild sinni, er það nánast smámunasemi að henda á loft lítilfjör- legar villur, þó er alltaf viðkunnanlegra að hafa það, sem sannara reynist. Þess vegna nefni ég hér nokkrar villur, sem slæðzt hafa inn í ritið. Á bls. 64: Þing- menn Alþýðuflokks í kosningum 1934 urðu 10, ekki 11; bls. 124: Innganga Islands í Atlantshafsbandalagið var sam- þykkt á Alþingi 30. marz, ekki 29. marz, eins og tvítekið er á sömu bls.; bls. 141: Norski utanríkisráðherrann Halfdan Koht var prófessor í sagnfræði, ekki norrænu; bls. 144: Grískar þjóðsögur eru í þýðingu Friðriks Þórðarsonar, ekki Friðjóns; bls. 161: Sósíalistaflokkurinn tapaði einu þingsæti 1949, ekki 1946; bls. 163: Sigfús Sigurhjartarson lézt ár- ið 1952, ekki 1951. — Að öðru leyti eru prentvillur ekki ýkja margar, en pappír með lélegra móti. Til tekna má telja, að ýmsar ágætar myndir prýða rit- ið, þ. á m. tvær, líklega áður óbirtar, af Erlendi í Unuhúsi, en hjá honum leigðu Gunnar og Valdís, kona hans, um tíma. Ég þakka Gunnari Benediktssyni fyrir bráðskemmtilegar endurminningabækur, — vel ritaðar, hreinskilnar og fróðlegar bækur um fjölbreytilegt lífshlaup á við- burðaríkri tíð. Á drjúgum hluta 20. ald- ar hefur hann markað sín spor í íslenzkt þjóðlíf, og það er vissulega þakkarvert, að sjónarvottur og þátttakandi örlaga- ríkra atburða skuli halda til haga fyrir eftirtímann ýmsum þeim atriðum, sem annars kynnu að falla í gleymsku. Saga hinnar sósíalistísku hreyfingar á Islandi verður aldrei skráð fyllilega, án þess að þar sé getið sveitaprestsins í Saurbæ, sem tók að „grufla út í hlutina" og hvarf frá því að boða kristindóm úr predikunarstóli í brauði sínu nyrðra til þess hlutskiptis að ganga í fylkingu hins snauða verkalýðs kreppunnar miklu og gerast boðberi hugsjóna sósíalismans undir rauðum fána með hamri og sigð. Einar Laxness. GÓÐ TÍÐINDI Löngum höfum við landar verið fálát- ir um nánustu granna okkar í veröld- inni, Færeyinga. Hvergi er mér kunn- ugt um að rikisskólar okkar haldi uppi kennslu í færeysku — nema þá rétt til kynningar á menntaskólastigi. Sjald- an er getið um færeyskar bókmenntir í íslenskum fjölmiðlum — og eru þó ýmsar þeirra prentaðar hérlendis. Og sárasjaldan heyrist þess getið að við mættum sitthvað af þessum grönnum okkar læra. Þegar Mál og menning boðar útgáfu á verkum færeyska stórskáldsins Willi- ams Heinesens — þeim sem ekki hafa þegar verið gefin út á íslensku — þá eru það mikil og góð tíðindi, og heldur þar ýmislegt til. í fyrsta lagi er Heinesen eitt ágætast skáld sem nú er á dögum í Evrópu, og þarf þá í sjálfu sér ekki frekari rökstuðning þegar fullyrt er að rík ástæða sé til að eignast bækur hans sem flestar í íslenskri þýðingu. I öðru lagi gefst okkur þar með auk- inn kcstur á að verða handgengin verk- um góðskálds grannþjóðar, og þar með 350
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.