Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 55
Títanía og asnahausinn
hin blinda Níke girndarinnar er einnig mölfluga. í eintali Helenu fitjar
Shakespeare upp á dýrslegu ásta-táknmáli, sem gerist æ áleitnara úr
því. Hann fylgir því eftir fast og af samkvæmni, næstum af þráhyggju.
Breytingar táknmálsins eru þó einungis ytri tjáning harkalegs brotthvarfs
frá þeirri fegurðardýrkun ástarinnar sem var í anda Petrarca.
Það er þessi leiðing í gegnum dýrseðlið, sem oss virðist vera draumur-
inn á Jónsmessunótt; eða að minnsta kosti er þetta viðhorf til Draums-
ins, sem nútízkast er og glöggskyggnast. Það er það megin-hugmið sem
tengir saman alla þrjá efnisþræði leiksins. Títanía og Spóli rata í dýrs-
legar ástir í bókstaflegri merkingu, jafnvel sýnilegri. Meira að segja elsk-
endurnir fjórir hafna á dimmu sviði dýrslegra ástaratlota:
Helena. . . . ég rakkinn þinn,já, því meir sem þú slærð mig,
þeim mun meir skal ég flaðra að fótum þér;
hafðu mig fyrir hund þinn, sparkaðu í mig, (11,1).
Og síðan:
Gæti ég kosið verra skúmaskot
í þinni ástar-höll en vera hundur? (11,1)
A flæmskum veggtjöldum með veiðiferða-myndum getur oft að líta víg-
bráða hunda, sem haldið er í stuttri festi, eða þeir flaðra upp um húsbónda
sinn. Þetta er eftirlætis skraut á hallarveggjum konunga og höfðingja. En
hér kallar ung stúlka sjálfa sig hund flaðrandi upp um húsbónda sinn.
Myndhvörfin eru ruddaleg, næstum sjálfspyntingar-losmg.
Rétt er að huga nánar að þeim „dýrahring“ sem Shakespeare vekur upp
í Draumnum. Samkvæmt rómantísku hefðinni, sem illu heilli er varð-
veitt í músík Mendelssohns, virðist skógurinn í Draumnum aldrei annað
en ný útgáfa af Arkadíu. Hins vegar er hann í raun og veru skógur, setinn
af púkum og ófreskjum, þar sem nornum og galdraflögðum verður gott
til fanga við sína iðju.
Naðra gul með tungur tvær,
tífætlur og snigla-mor,
eðla og snákur, farið fjær!
Friðar njóti drottning vor!
Títanía leggst til svefns í „ . . . blóma-brekku, þar sem grær / blóðberg
í lyngi, villirósin hlær / og fjólur kinka kolli . . . “ En það svefnljóð, sem
álfarnir í föruneyti hennar syngja, er dálítið ískyggilegt. Auk þeirra kvik-
301