Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 55
Títanía og asnahausinn hin blinda Níke girndarinnar er einnig mölfluga. í eintali Helenu fitjar Shakespeare upp á dýrslegu ásta-táknmáli, sem gerist æ áleitnara úr því. Hann fylgir því eftir fast og af samkvæmni, næstum af þráhyggju. Breytingar táknmálsins eru þó einungis ytri tjáning harkalegs brotthvarfs frá þeirri fegurðardýrkun ástarinnar sem var í anda Petrarca. Það er þessi leiðing í gegnum dýrseðlið, sem oss virðist vera draumur- inn á Jónsmessunótt; eða að minnsta kosti er þetta viðhorf til Draums- ins, sem nútízkast er og glöggskyggnast. Það er það megin-hugmið sem tengir saman alla þrjá efnisþræði leiksins. Títanía og Spóli rata í dýrs- legar ástir í bókstaflegri merkingu, jafnvel sýnilegri. Meira að segja elsk- endurnir fjórir hafna á dimmu sviði dýrslegra ástaratlota: Helena. . . . ég rakkinn þinn,já, því meir sem þú slærð mig, þeim mun meir skal ég flaðra að fótum þér; hafðu mig fyrir hund þinn, sparkaðu í mig, (11,1). Og síðan: Gæti ég kosið verra skúmaskot í þinni ástar-höll en vera hundur? (11,1) A flæmskum veggtjöldum með veiðiferða-myndum getur oft að líta víg- bráða hunda, sem haldið er í stuttri festi, eða þeir flaðra upp um húsbónda sinn. Þetta er eftirlætis skraut á hallarveggjum konunga og höfðingja. En hér kallar ung stúlka sjálfa sig hund flaðrandi upp um húsbónda sinn. Myndhvörfin eru ruddaleg, næstum sjálfspyntingar-losmg. Rétt er að huga nánar að þeim „dýrahring“ sem Shakespeare vekur upp í Draumnum. Samkvæmt rómantísku hefðinni, sem illu heilli er varð- veitt í músík Mendelssohns, virðist skógurinn í Draumnum aldrei annað en ný útgáfa af Arkadíu. Hins vegar er hann í raun og veru skógur, setinn af púkum og ófreskjum, þar sem nornum og galdraflögðum verður gott til fanga við sína iðju. Naðra gul með tungur tvær, tífætlur og snigla-mor, eðla og snákur, farið fjær! Friðar njóti drottning vor! Títanía leggst til svefns í „ . . . blóma-brekku, þar sem grær / blóðberg í lyngi, villirósin hlær / og fjólur kinka kolli . . . “ En það svefnljóð, sem álfarnir í föruneyti hennar syngja, er dálítið ískyggilegt. Auk þeirra kvik- 301
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.