Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 16
Einar Bragi
Kvað við uppreisnarlag
Grænlensk ljóðlist á sér dýpri rætur en nokkur veit. Lengur en menn til
þekkja eða elstu sagnir herma var skáldlist eðlilegur þáttur daglegs lífs í
veiðimannasamfélaginu forna: allir lærðu í uppvexti myrkar töfraþulur
sem höfðu hagnýtt gildi í volki lífsins, kenndu þær síðar börnum og bættu
við eftir því sem þeim var andleg spektin gefin.
Ljóðlist var goðsögulegrar ættar, upprunalega komin frá öndum og vætt-
um fyrir munn særingamanna. Frá ómunatíð hefur hún þó verið óaðskilj-
anleg veraldlegri listum: trumbuslætti og dansi, sem eru jafnvel megin-
atriði stundum og orðlistin þá aðeins fáeinar merkingarlitlar samstöfur,
endurteknar eftir þörfum, t. d. awaija, awaija.
Fornljóðlistin féll í tveimur meginálum: í hinum fyrri töfraþulurnar og
alls konar söngvar sem sálinni voru næstir, svo sem óðgjörðir um ástina,
náttúrustemmur, vögguvísur, veiðiljóð, harmkvæði eða gleðibögur — í hin-
um flutu flím og kersknivísur sem áttu rætur að rekja til réttarfars eskimóa-
samfélagsins, þar sem venja var að útkljá deilumál í ljóðaeinvígi: þeir
sem eitthvað þóttust eiga sökótt við náungann gátu skorað hann á hólm,
og varð þá ekki undan vikist; hólmgangan fór fram í viðurvist ættingja
og granna kappanna beggja og var í því fólgin, að þeir ormst á níðsöngv-
um, og sigraði sá sem að mati áheyrenda var slyngari að gera mótstöðu-
mann sinn hlægilegan; mátti hvorugur láta á sér merkja, þótt honum mis-
líkaði flimskan, heldur varð að taka hverri svívirðingu með bros á vör; að
einvígi loknu var misklíðin látin niður falla, og menn urðu svo góðir vinir,
að þeir höfðu skipti á konum og gáfu hvor öðrum sáttagjafir.
í aldaraðir varðveittist sjóður grænlenskra ljóða og sagna í munnlegri
geymd og þróaðist án áhrifa utan að. Árið 1721 kom til landsins norskur
klerkur Hans Egede, sem taldi sig kallaðan og útvalinn til að siðbæta
kaþólska afkomendur Eiríks rauða á Grænlandi, en greip í tómt: þeir voru
týndir og tröllum gefnir, og hefur ekki til þeirra spurst enn. Hans karlinn
tók sér þá fyrir hendur að kristna eskimóa, úr því að hann var kominn
262