Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 116
Timarit Máls og menningar Dóra, er fulltrúi allra Anna(rra) Dóra, eldhúshóra, hvar sem er. Strax á fyrstu síðu er lesandinn kom- inn inn í medias res og eftir tíu lína lestur veit hann að persónan sem hann les um er óhamingjusöm: Það var tæpt ár síðan hún fór fyrst að fá þessi svitaköst á næturnar. Þá gat hún ekki sofið og sá marg- Iita hríngi snúast fyrir augunum í hvert sinn sem hún reyndi að standa á fætur. Hún sagði lækninum frá þessu og þá lét hann hana fá pill- urnar. Hann taldi þetta vera byrj- unina á breytingaskeiðinu. Nú var hann farinn að láta hana taka aðrar töflur sem höfðu svolítið róandi áhrif (5). Á þriðju síðu sögunnar erum við orð- in töluverðs vísari um þessa óham- ingjusömu konu og vitum að hún á litl- um skilningi að mæta hjá Guðmundi manni sínum, sem er fyrstur söguper- sóna nefndur með nafni. Hann vill mat sinn og engar refjar í bókstaflegum skilningi og hefur vægast sagt sínar ó- sveigjanlegu skoðanir á sambúð þeirra hjóna: Síðast þegar hann var í landi kom hann heim eftir hádegið. Hún hélt matnum heitum, en þá vildi hann eklci borða, heldur fá kaffi. Þegar hún átti ekki rjóma með brúnu tert- unni, reiddist hann og hellti sér yf- ir hana. Að lokum var hann orðinn svo æstur að hann sló hana utan undir (8). Það jaðrar við að maður fái samúð með þeim báðum, Onnu Dóru og Guðmundi, henni auðvitað fyrir að búa við annað eins og það sem tilvitnunin vitnar um og honum fyrir að hafa ekki fengið meðferð á Kleppi. Smátt og smátt skýrist saga Onnu Dóru. Hún hafði flust ung stúlka úr sveit, líklega ofan af Héraði, með fjöl- skyldu sinni skulum við ætla. Faðir hennar hafði „selt rollurnar“ og farið í bretavinnu á Seyðisfirði. Alla tíð sína á Seyðisfirði virðist Anna Dóra hafa verið haldin óyndi, eða x meira en þrjá- tíu ár, og þegar við fáum að skyggnast inn í líf hennar hefur óyndið kannski aldrei verið meira; enda magnast það um allan helming og er Fanney, sysmr- dóttir Guðmundar, kemur til sögunnar. Hún blés reyknum í áttina að opnum glugganum. Eg er orðin fjörutíu og fjögurra ára, hugsaði hún. Fjörutíu og fjögurra ára, þriggja barna móðir, hef ekkert lært, kann ekkert nema húsverkin, sem öllum finnst sjálfsögð og því lítilsverðugri sem reynt er að gera þau betur. Bara að hún kynni bókfærslu. Eða vélritun. Þá gæti hún fengið vinnu á skrifstofu og verið innan um fólk allan daginn. A kvöldin gæti hún lagst út af ánægð og þreytt og upp- lifað atburði dagsins í huganum (11). Þannig sér a.m.k. Anna Dóra sjálfa sig, og örlagavaldurinn, sem hrærir upp í huga hennar og virðist um leið fylla í einhverjar eyður, er Fanney. Anna Dóra hættir að taka töflur nema e.t.v. þegar Guðmundur kemur í land. Höfundur gefur lesandanum reyndar færi á að kynnast Guðmundi í góðu skapi og tekst þá líklega best að lýsa þessum manni sem á sinn hátt er kannski kúgaður og einmana og mun varla verða annað meðan ekkert utanaðkom- 362
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.