Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 56
Tímarit Máls og menningar
inda sem áðan var getið, telja þeir upp langfætta kónguló, svartar bjöll-
ur, orma og broddgelti. Svefnljóðið boðar ekki ljúfa drauma.
Dýraríkið í Draumnum er ekki tínt saman af handahófi. Þurrkað
nöðru-skinn, muldar kóngulær og leðurblöku-brjósk getur að líta í hverri
formálabók frá miðöldum eða nýjunartíð sem lyf gegn kyndofa og kvenna-
kvillum af ýmsu tagi. Oll eru þessi kvikindi slímug, loðin, límkennd og
ógeðug viðkomu, vekja einatt megnan viðbjóð. Það er þess konar and-
úð sem kennslubækur í sálfræði lýsa sem kyn-taugaveiklun. Snákar, snigl-
ar, leðurblökur og kóngulær eru líka frægar skepnur úr drauma-kenningu
Freuds. Oberon skipar Bokka að láta elskendurna sofa slíkum svefni,
þegar hann segir:
. . . unz dauðahljóður
á hvörmum beggja býr sér mjúka sæng
blýfætmr svefn á leðurblöku-væng. (III,2)
Álfar Títaníu heita Ertublóm, Hégómi, Mölur og Mustarðskorn. Á leik-
sviði er föruneyti Títaníu nær alltaf vængjaðir álfar, hoppandi og stökkv-
andi upp í loftið, eða dálítill dansflokkur, skipaður þýzkum ævintýra-
dvergum. Þess konar sýnitúlkun er svo gífurlega sefjandi, að jafnvel skýr-
endum textans veitist örðugt að losa sig undan henni. Þó þarf ekki annað
en hugleiða val þessara nafna til að sjá, að allt er þetta úr ástar-lyfjabúri
nornanna.
Eg hugsa mér, að hirð Títaníu sé skipuð gömlum körlum og kerlingum,
tannlausum og tinandi, með slefu um munninn, þar sem þau skima glað-
klakkalega eftir einhverju skrímsli handa húsmóður sinni.
Og hvað svo sem hún sér fyrst er hún vaknar, —
hvort heldur Ijón, björn, úlfur eða naut,
markattar-gepill eða hnýsinn api, —
skal verða fyrir ástar-ofsókn hennar. (11,1)
Óberon tilkynnir opinskátt, að Títanía skuli í refsingar skyni sofa hjá
dýri. Og enn er val þessara dýra harla sérkennilegt, einkum þó í næstu
ógnunar-lotu Óberons:
asni, hundur, úlfur grár,
eða göltur burstasár . . . (11,2)
Öll þessi dýr em fulltrúar mikillar kynorku, og nokkur þeirra gegna mikil-
vægu hlutverki í kynvættafræðum. Spóli breytist að lokum í asna. En í
302