Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 121
eftir Mozart af kasettu. Sif stendur sig
betur, samt er líf hennar í rúst eftir
baráttuna. Þau hjón kæmu bæði til með
að kasta af sér skuggum í Sólarlandinu,
framtíðarlandinu, ef þau færu þangað
(66). Vonin í verkinu er bundin við
Hönnu, dótturina. Henni hlýmr að tak-
ast að komast til sólarlandsins.
TalaZ við sjálfan sig
Því fer fjarri að stíll þessa verks sé af
því taginu þegar hljóðnema er haldið
að vimm fólks og skrifað niður allt
stam og hikst sem það gefur frá sér.
Samtölin eru oftast lipur og leikandi,
en þau eru samin. Þau eru heldur ekki
venjuleg samtöl, þau eru hugarsmíð og
allir vita hvað maður er orðheppinn
þegar maður talar við sjálfan sig. Mál-
far allra persóna er málfar Hans, þær
segja það sem hann leggur þeim í
munn.
Rökrefjar eru manninum að skapi
og oft er hann snjali: „Einn bjór, hór-
kona, kórkona, fórkona, sórkona að búa
í blíðu og stríðu!“ (15) Smndum er
hann meinfyndinn:
Sif: Mér langar í bjór.
Hann: Mig langar í bjór.
Sif: Fáðu þér þá.
Hann: Mig langar! Ekki mér!
Sif: Reyndu að ákveða þig mað-
ur.
(22)
Stundum er hann meinfýsinn:
Sif: Hann hefur mjög takmarkað
af því sem hann, hér og nú,
kallar mannlega náttúru.
Hann: Við eigum þó eina dóttur!
Umsagnir um bækur
Sif: Iss, það gemr öllum orðið
sáðfall.
(32—3)
A öðrum stað er textinn smndum há-
tíðlegur, það tilheyrir eintalinu, og
stundum ljóðrænn (t.d. 23—4) og mjög
fallegur. Líkingar á hann til: „Afengur
eins og þú varst. Nú ert þú orðinn eins
og bjór sem hefur staðið lengi í opinni
flösku. Bragðlaus, daufur, vill þig eng-
inn.“ (20)
Textinn er óvenjulegur og vel unn-
inn lengst af. Það er ekki fyrr en í lok-
in sem innihald verksins verður helsti
mikið einkamál til þess að meining
komist vel til skila, og jafnvel þá er
textinn oft fallegur þótt óljós sé:
Hann: Sjáðu til, einn dag rís ég
upp, fer í skóna mína, geng
út eins og þið, en læt ekki
aftur hurð. Dyrnar verða opn-
ar til minnis.
Hanna: Til minnis?
Hann: Til minnis um hamingju sem
fór húsavillt. Settist upp á
vitlaust fólk. Leiddist, mis-
tókst, fór.
(63)
Glerhúsið er skáldverk sem á erindi
til margra annarra en þeirra sem það
lýsir beinlínis. Það er fjarri því að það
takmarki sig við vandamál alkóhólista,
þvert á móti reynir það að takast á við
vanda sem allir þurfa að taka afstöðu
til: Nýtt gildismat sem fylgir frelsis-
baráttu kvenna, upplausn hjó.nabands
og kjarnafjölskyldu í nútímasamfélagi.
í því róti er drykkjusýkin ekki orsök
eins cg oft er látið liggja að — heldur
afleiðing.
Silja Aðalsteinsdóttir.
367