Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 89
Jóhann Sigurjónsson og módernisminn sé enn á ferðinni andstæða nýrómantísks draumheims og „módern- isks“ veruleika? Er skáldið ekki enn að gera upp við lífsblekkinguna sem reynst hafði svo haldlítil? Vei, vei, yfir hinni föllnu borg! Hin „fallna borg“ er augljóslega hliðstæða hallarmyndarinnar í Ódys- seifskvæðinu. Tvær myndir sýna okkur mun þessara tveggja veralda: Jóreykur lífsins þyrlast til himna, menn í aktygjum vitstola konur í gylltum kerrum. Og A hvítum hestum hleyptum við upp á bláan himinbogann og lékum að gjáltum knöttum; Síðari myndin virðist tákna veröld ný-rómantíkurinnar. Ný rómantíker- arnir vildu vera frjálsir eins og „fuglinn fljúgandi“. Þeir gátu ekkert hugsað sér háleitara en algjört frelsi „í óravíddum himinblámans“. Himinninn var í þeirra augum ímynd óendanleikans, þess takmarkaleysis sem allt fær sigrað. Því er ekki að furða að hann yrði þeim ásækið myndefni. Jóhann notar margsinnis í ljóðum sínum táknmyndir himins og flugs þegar hann vill tjá vonardrauma sína. I einu æskukvæðanna, Strax eða aldrei, segir hann: „Eg vildi sem fálkinn um loftgeima líða.“21 Og síðar í sama kvæði: „Með stjórnlausum ákafa ég áfram vil þjóta.“ I Gröf mín og vaggar2 ákallar hann jörðina, móður alls lífs: Svara mér, volduga móðir mín. Mér er svo erfitt að skilja hversvegna ég fæddist með flugsjúkan vilja staðbundin blóðösp við brjóstin þín. Þetta erindi birtir andstæðuna á milli takmörkunar mannlífsins og tak- markaleysis hins ímyndaða draumheims. I því felst raunar lykillinn að skiln- ingi á harmsögulegum örlögum draumhugans Jóhanns Sigurjónssonar. Hann treysti á mátt vilja síns til að yfirstíga takmarkanir veruleikans. Þegar það traust þvarr missti hann trúna á lífið. Hliðstæða þessa vísuerindis við Heimþrá er augljós. Hinn „flugsjúki vilji" samsvarar „fuglunum"; hin „staðbundna blóðösp" er tvíburi „þangsins". I Sorg talar Jóhann um „hvíta hesta“. Þeir tákna að mínum dómi þann 335
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.