Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 95
liægur og einkennist af söknuði og kvíða, m. a. eru þar nokkur minningar- ljóð. Gullfalleg eru ljóð ort í minn. ingu Guðmundar Böðvarssonar og Þor- steins Valdimarssonar. Fyrrnefnda kvæð- ið er eitt besta dæmið úr skáldskap Ol- afs um þá klassísku hnitmiðun sem honum lætur svo vel: Heiðarsvanurinn bjarti birtist mér enn, andvökuna fyllir ómtignu kalli. Þegar hann er floginn finnst mér sem hann hafi dregið hvítan silfurþráð í svarta voð lævísrar nætur. I miðhluta bókarinnar kveður við allt annan og stríðari tón en í fyrsta hlutanum, og hér er að finna mörg þau kvæði sem flytja harðasta ádeilu. Trega- blandið en miskunnarlaust er upphafs- kvæði þáttarins, Um mann og lygna spegla, en strax í næsta kvæði, Ur kjöt- búð, kveður við harðan tón, og sú for- dæming á neyslu og tæknisamfélagi sem við þekkjum vel úr verkum Olafs Jóhanns kveður við enn á ný. Þrátt fyr- ir dimman hljóm og afstöðu sem virðist jafngilda því að samtímanum sé hafn- að með öllu, heldur skáldið í von um að einhver muni nema lágvær boð hans „líkt og næturþyt í axi". Síðasti hluti bókarinnar er sem fyrr segir lengstur og jafnframt sundurleit- astur. I honum er að finna verulega fjöl- breytni í formi innan þeirra marka sem Olafur Jóhann setur kveðskap sínum, og vaid hans er fullkomið hvort held- ur er á hefðbundnum stökum eða frjáls- ari formum. Góður fulltrúi kvæða sem kalla má náttúrulýrík og eru jafnframt full af þrótti og spennu er Flug vatns- Umsagnir um bcekur ins þar sem kyrrlát náttúrumynd virð- ist umhverfast fyrir einhvers konar gjörninga: En snögglega lyftist hver vængur á víkum og ál sem verði þeir allir að gegna dulinni skipan — Hver vængur, hver tónn. A túninu fer um mig skjálfti því töfrum sleginn finnst mér sem vatnið rísi með hyíji sína og voga í súlu af söng við sameining hundrað radda — að skýlausu boði hins leynda sprota. Og hefjist á nýjum vængjum til himinskauta í tunglsljósi og stjörnudýrð. I kvæðinu virðist liggja ósögð sú von að annað eins undur megi verða til að bylta þeim voluðu tímum sem við lif- um. Eftirtektarverð syrpa sjö smákvæða er nefnd Flétta. Kvæðin eru hvert öðru fallegra, og segja má að í þeim fléttist uggur og von saman við náttúrustemn- ingar. Þar er t. d. þessi perla: MiÖmetti Nú hefur sólguð aftur ægi hitt og undið hinztu geisla í rauðan hnykil, þvegið í öldum þræði sína alla. En dökkbrýnd nóttin ber við belti sitt að blárri höllu dagsins nýjan lykil. Og enginn veit hvað í þeim sölum býr sem opnast þegar húmið burtu snýr og stjarnan bjarta bliknar yfir hjalla. 341
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.