Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 51
Títanía og asnahausinn
Þetta’ er hún, en í fylgd við nýjan mann. (III,2)
Helena elskar Demetríus, Demetríus elskar Hermíu, Hermía elskar
Lísander. Síðan hleypur Lísander eftir Helenu, Helena hleypur eftir Deme-
tríusi, Demetríus hleypur eftir Hermíu. Þetta vélgenga umhverfi hins eftir-
sótta, þar sem unnt er að skiptast á elskhugum, er ekki einungis gangur
mála í leiknum. Einföldun persónanna í ástnauta virðist mér vera mark-
verðasta sérkenni þessa grimmilega draums; og ef til vill nútízkasta eig-
ind verksins. Astvinurinn er orðinn nafnlaus og andlitslaus. Hann eða
hún er bara hendi næst; það vill svo til. Það er eins og í sumum leikritum
Genets, engar ótvíræðar persónur, aðeins aðstæður og atvik. Allt er orð-
ið tvírætt.
Hermia, . . . hvers vegna? O, hvað er að þér, vinur?
Hvort er ég ekki Hermía? þú Lísander?
Eg er jafn-fríð sem fyrr. (III,2)
Hermíu skjátlast. Því að í sannleika er engin Hermía til, og enginn Lís-
ander heldur. Eða réttara sagt, þetta eru tvær ólíkar Hermíur og tveir
ólíkir Lísanderar. Sú Hermía sem svaf hjá Lísander og sú Hermía sem
Lísander vill ekki sofa hjá. Sá Lísander sem sefur hjá Hermíu og
sá Lísander sem hleypur burt frá Hermíu.
Draumur á Jónsmessunótt var fyrst settur á svið sem tækfæris-sýning,
næstum „einka“-gamanleikur, þáttur í brúðkaupshátíð. Líkast til þegar sú
mæta kona, móðir jarlsins af Southampton, gifti sig; þar virðist Rowse
hafa allskostar rétt fyrir sér. Hafi svo verið, hlaut jarlinn ungi að taka
þátt í undirbúningi sýningarinnar og kann jafnvel að hafa leikið sjálfur,
ásamt aðdáendum sínum. Astvinir hans og félagar af báðum kynjum, sá
fríði flokkur, sem Shakespeare hafði sjálfur fyllt fyrir nokkrum árum
ásamt Marlowe, þau hljóta öll að hafa verið að brúðkaupi móður hans.
Það mætti segja mér, að „daman dökka“ úr Sonnettunum hafi einnig verið
meðal hinna fyrstu áhorfenda.
... Eg bið ekki um annað
en umskipting til fylgdar. (11,1)
Sé það rétt, að Ástarglettur, þessi gagnsæi gamanleikur um unga menn
sem hafa afráðið að komast af án kvenna, hafi verið leikur með dulinni
skírskotun til þeirra sem til þekktu, væri þá ekki miklu fremur svo um
Drauminn? Leiksvið og salur voru full af fólki sem þekktist. Sérhver bend-
297