Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 51
Títanía og asnahausinn Þetta’ er hún, en í fylgd við nýjan mann. (III,2) Helena elskar Demetríus, Demetríus elskar Hermíu, Hermía elskar Lísander. Síðan hleypur Lísander eftir Helenu, Helena hleypur eftir Deme- tríusi, Demetríus hleypur eftir Hermíu. Þetta vélgenga umhverfi hins eftir- sótta, þar sem unnt er að skiptast á elskhugum, er ekki einungis gangur mála í leiknum. Einföldun persónanna í ástnauta virðist mér vera mark- verðasta sérkenni þessa grimmilega draums; og ef til vill nútízkasta eig- ind verksins. Astvinurinn er orðinn nafnlaus og andlitslaus. Hann eða hún er bara hendi næst; það vill svo til. Það er eins og í sumum leikritum Genets, engar ótvíræðar persónur, aðeins aðstæður og atvik. Allt er orð- ið tvírætt. Hermia, . . . hvers vegna? O, hvað er að þér, vinur? Hvort er ég ekki Hermía? þú Lísander? Eg er jafn-fríð sem fyrr. (III,2) Hermíu skjátlast. Því að í sannleika er engin Hermía til, og enginn Lís- ander heldur. Eða réttara sagt, þetta eru tvær ólíkar Hermíur og tveir ólíkir Lísanderar. Sú Hermía sem svaf hjá Lísander og sú Hermía sem Lísander vill ekki sofa hjá. Sá Lísander sem sefur hjá Hermíu og sá Lísander sem hleypur burt frá Hermíu. Draumur á Jónsmessunótt var fyrst settur á svið sem tækfæris-sýning, næstum „einka“-gamanleikur, þáttur í brúðkaupshátíð. Líkast til þegar sú mæta kona, móðir jarlsins af Southampton, gifti sig; þar virðist Rowse hafa allskostar rétt fyrir sér. Hafi svo verið, hlaut jarlinn ungi að taka þátt í undirbúningi sýningarinnar og kann jafnvel að hafa leikið sjálfur, ásamt aðdáendum sínum. Astvinir hans og félagar af báðum kynjum, sá fríði flokkur, sem Shakespeare hafði sjálfur fyllt fyrir nokkrum árum ásamt Marlowe, þau hljóta öll að hafa verið að brúðkaupi móður hans. Það mætti segja mér, að „daman dökka“ úr Sonnettunum hafi einnig verið meðal hinna fyrstu áhorfenda. ... Eg bið ekki um annað en umskipting til fylgdar. (11,1) Sé það rétt, að Ástarglettur, þessi gagnsæi gamanleikur um unga menn sem hafa afráðið að komast af án kvenna, hafi verið leikur með dulinni skírskotun til þeirra sem til þekktu, væri þá ekki miklu fremur svo um Drauminn? Leiksvið og salur voru full af fólki sem þekktist. Sérhver bend- 297
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.