Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 114
Tímarit Máls og menningar gengið full langt í því að kópíera sig í sögunni og hvað sem segja má um þess konar yfirfærslur þá er a.m.k. um- rædd persóna ágæt í skáldsögu. Brandur Friðfinnsson hefur kannski eins og Gunnar, en á sinn hátt, orðið undir eða komist á skjön við tilveruna. Hann má líka eiga það að hann er af allt öðru sauðahúsi en flest fólkið sem við kynnumst lítillega í dauðfúlu sam- kvæminu hjá ömmu Gunnars: Björn Brandsson deildarstjóri, Sigurlinni, Abraham Björnsson, Jón ömmubróðir, Anton afabróðir, Guttormur fram- kvæmdastjóri, Elsa systir Gunnars og Kári maður hennar og amman sjálf. Fleira fólk mætti hér nefna til þessa hóps, m.a. persónur sem ekki tilheyra þessari stórfjölskyldu, s.s. Hans Grétar deildarstjóri í sjónvarpinu, fúskari, sem hefur sér það til ágætis eins og fleiri að vera af „þekktri ætt“. Ef til vill hætt- ir Olafi Hauki eilítið til þess að draga upp einhæfar myndir af sumum þess- ara persóna og um leið finnst mér að stundum mætti sögumaður halda svo- lítið aftur af sér, til að mynda: „Gunn- ar Hansson hafði ekki valið þessa leið. Hún var opnuð honum þegar hann var kominn í strand. Hann hafði ekki haft rænu á að fara sínar eigin leiðir. Kannski hafði hann heldur ekki hugmyndaflug til þess? Kannski, hugsar Gunnar Hans- son, tekur maður aldrei ákvörðun. Á- kvörðunin tekur þig" (39). Hér hefði að ósekju mátt fara sparlegar með út- skýringar. Samtöl eru líka stundum of löng, en á móti kemur að alla jafnan eru þau vel gerð og fyndin og oft grill- ir að baki þeirra í glottandi höfundinn sem hefur greinilega gaman af því að færa orðræðurnar í stílinn. Solla: „En ég á mínar stundir veiklyndis og efa, jafnvel flökrar það að mér á stund- um að slengja mér á kjötmarkaðinn og koma mér upp úngum ríkisbubba af traustum ættum með örugga framtíð að baki. En svo bráir af mér og þá veit ég að Jóhanna af Ork er mín fyrirmynd og hetja ... — Hver einasta stelpukind í skólanum hefur um það bil fjögurra binda reynslu af hamslausu ástarlífi . . (162—3). Samanborið við Björn Brandsson gæti manni næstum því fundist vænt um flestar aðrar persónur sögunnar. Þessi yfirmaður Gunnars Hanssonar er vakinn og sofinn í smjaðri sínu að því er virðist við alla þá er hann á skipti við, undirmenn sina og áreiðanlega ekki síður yfirmenn: „I alvöru talað Gunnar minn, gæti þetta ekki orðið fróðleg og skemmtileg mynd? Strandlengjan all- an hringinn, náttúrlega smávegis klippt, en samt reynt að sýna eitthvað úr öllum kjördæmum. Annars fáum við þing- mennina yfir okkur einsog gamma“ (155—6). Að minnsta kosti verður sam- kenndin með Gunnari nokkuð sterk þeg- ar við heyrum liann, auðvitað nokkuð liífaðan, svara Birni: „— Hugmyndin er ekki lengur mín Björn, segir Gunnar Hansson, þú ert búinn að fletja hana út eins og allt sem þú kemur nálægt . . . — Þú munt eflaust finna einhverja dulu í stofnuninni til að senda þrjá hríngi kríngum landið. . .“ (156). En lymska Björns verður reiðinni yfirsterk- ari og þrátt fyrir að Gunnar sjái að augu deildarstjórans eru tekin að dökkna klappar hann Gunnari á bakið: „— Jæja, Gunnar minn, segir hann, þú hugsar málið yfir helgina, vatnið meið- ir sig ekki þótt hnefar séu látnir gánga á því. Þú getur alltaf komið til mín“ (157). Kannski hefði „stofnunin" bara haft gott af því að Brandur Frið- finnsson hefði fengið sitt fyrra starf 360
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.