Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 124

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 124
Tímarit Máls og menningar Israels, sem hann ræðir ekki í bókinni en gengur hins vegar augljóslega út frá. Ég mun nú hér á eftir taka til athug- unar nokkur efnisatriði bókarinnar. Ef að likum lætur verður mér starsýnna á það sem agnúast má út í, fremur en hitt sem vekur jákvæð viðbrögð. Og bið ég lesendur að hafa það í huga. I upphafi bókarinnar (bls. 12—13) eru birtar prýðilegar ljósmyndir sem sérstaklega geta komið kennara að not- um gagnvart yngstu notendum bókar- innar. A bls. 16 er því slegið föstu að í nágrannaiöndum okkar sé hlutfallstala óskilgetinna barna miklu lægri en gerist hjá okkur. Hér gætir ónákvæmni svo sem sjá má af eftirfarandi lista yfir hlutfall óskilgetinna barna meðal allra lifandi fæddra á Norðurlöndum árið 1976: Grænland ............ Island .............. Svíþjóð ............. Færeyjar ............ Danmörk ............. Noregur ............. Finnland ............ (Yearbook of Nordic 1977). Svo sem sjá má eru Islendingar mjög ofarlega á blaði, en samanburður við önnur Norðurlönd gefur ekki tilefni til ályktana um mikla sérstöðu. Á bls. 19 er birt mjög ljós tafla ásamt súlnariti þar sem greinir frá skiptingu þjóðarinnar milli þéttbýlis og dreif- býlis. Sá hængur er á upplýsingunum að ekki er getið um hvar þéttbýlismörk- in eru dregin, en það mun vera við 200 íbúa. Á bls. 20—21 er örstutt grein sem ber yfirskriftina Taumhaldið verður at- vinnugrein. Hér er gott dæmi um það hvernig höfundur notar hvert tækifæri til að ýta við lesandanum og hvetja hann til gagnrýnnar hugsunar. í þessu tilviki gengur þessi viðleitni hins vegar út yfir þá nákvæmni í vinnubrögðum sem ætl- ast verður til af höfundi. Þar er gefið tii kynna að umtalsvert verkefni félags- máiaráða sé að hnýsast í einkalíf ein- stæðra foreldra í eftirlitsskyni. Þessar línur verðskulda naumast að flokkast undir háifsannleik, en það veit Joachim Israel manna best að hálfsannleikur er einatt verri en nokkur lygi. Onnur dæmi í kaflanum um áhrif samfélagsins á f jölskylduna £ru hins vegar góð og sum mjög sláandi. Á bls. 25 segir „Fæstir vinna núorðið á laugardögum.“ Höfundur nefnir ekki tölur til stuðnings þessari fullyrðingu, og í íslensku útgáfunni fær þetta að standa óbreytt. Ég veit að þýðandanum hefur verið töluverður vandi á hönd- um ef hún hefur gert tilraun til að stað- festa þessa athugasemd. Mér finnst því freistandi að láta fljóta hér með þá niðurstöðu okkar Kristins Karlssonar (1978) eftir athugun meðal íbúa 4 kaupstaða, að u.þ.b. þriðjungur útivinn- andi kvenna og yfir helmingur útivinn- andi karla sinni störfum sínum að ein- hverju leyti um helgar. Mjög víða í bókinni er farið ákaf- lega fljótt yfir sögu, mikil umhugsunar- efni afgreidd í örfáum setningum. Við þessu er ekki mikið að segja, með því að hafa bókina á köflum næstum í sím- skeytastíl kemur höfundur miklu fleiri atriðum að en ella. En hér reynir þeim mun meira á lagni og þekkingu kennarans til að beita bókinni sem tæki til skapandi umræðu. Hinn mikli fjöldi 59,3% 34,2% 33,2% 30,0% 24.0% 10,9% 10,1% Statistics 370
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.