Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 124
Tímarit Máls og menningar
Israels, sem hann ræðir ekki í bókinni
en gengur hins vegar augljóslega út frá.
Ég mun nú hér á eftir taka til athug-
unar nokkur efnisatriði bókarinnar. Ef
að likum lætur verður mér starsýnna
á það sem agnúast má út í, fremur en
hitt sem vekur jákvæð viðbrögð. Og bið
ég lesendur að hafa það í huga.
I upphafi bókarinnar (bls. 12—13)
eru birtar prýðilegar ljósmyndir sem
sérstaklega geta komið kennara að not-
um gagnvart yngstu notendum bókar-
innar.
A bls. 16 er því slegið föstu að í
nágrannaiöndum okkar sé hlutfallstala
óskilgetinna barna miklu lægri en gerist
hjá okkur. Hér gætir ónákvæmni svo
sem sjá má af eftirfarandi lista yfir
hlutfall óskilgetinna barna meðal allra
lifandi fæddra á Norðurlöndum árið
1976:
Grænland ............
Island ..............
Svíþjóð .............
Færeyjar ............
Danmörk .............
Noregur .............
Finnland ............
(Yearbook of Nordic
1977).
Svo sem sjá má eru Islendingar mjög
ofarlega á blaði, en samanburður við
önnur Norðurlönd gefur ekki tilefni til
ályktana um mikla sérstöðu.
Á bls. 19 er birt mjög ljós tafla ásamt
súlnariti þar sem greinir frá skiptingu
þjóðarinnar milli þéttbýlis og dreif-
býlis. Sá hængur er á upplýsingunum
að ekki er getið um hvar þéttbýlismörk-
in eru dregin, en það mun vera við 200
íbúa.
Á bls. 20—21 er örstutt grein sem
ber yfirskriftina Taumhaldið verður at-
vinnugrein. Hér er gott dæmi um það
hvernig höfundur notar hvert tækifæri
til að ýta við lesandanum og hvetja hann
til gagnrýnnar hugsunar. í þessu tilviki
gengur þessi viðleitni hins vegar út yfir
þá nákvæmni í vinnubrögðum sem ætl-
ast verður til af höfundi. Þar er gefið
tii kynna að umtalsvert verkefni félags-
máiaráða sé að hnýsast í einkalíf ein-
stæðra foreldra í eftirlitsskyni. Þessar
línur verðskulda naumast að flokkast
undir háifsannleik, en það veit Joachim
Israel manna best að hálfsannleikur er
einatt verri en nokkur lygi. Onnur dæmi
í kaflanum um áhrif samfélagsins á
f jölskylduna £ru hins vegar góð og sum
mjög sláandi.
Á bls. 25 segir „Fæstir vinna núorðið
á laugardögum.“ Höfundur nefnir ekki
tölur til stuðnings þessari fullyrðingu,
og í íslensku útgáfunni fær þetta að
standa óbreytt. Ég veit að þýðandanum
hefur verið töluverður vandi á hönd-
um ef hún hefur gert tilraun til að stað-
festa þessa athugasemd. Mér finnst því
freistandi að láta fljóta hér með þá
niðurstöðu okkar Kristins Karlssonar
(1978) eftir athugun meðal íbúa 4
kaupstaða, að u.þ.b. þriðjungur útivinn-
andi kvenna og yfir helmingur útivinn-
andi karla sinni störfum sínum að ein-
hverju leyti um helgar.
Mjög víða í bókinni er farið ákaf-
lega fljótt yfir sögu, mikil umhugsunar-
efni afgreidd í örfáum setningum. Við
þessu er ekki mikið að segja, með því
að hafa bókina á köflum næstum í sím-
skeytastíl kemur höfundur miklu fleiri
atriðum að en ella. En hér reynir þeim
mun meira á lagni og þekkingu
kennarans til að beita bókinni sem tæki
til skapandi umræðu. Hinn mikli fjöldi
59,3%
34,2%
33,2%
30,0%
24.0%
10,9%
10,1%
Statistics
370