Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 8
Tímarit Mdls og menningar
háskólum, jafnvel kaþólskum einsog í Freiburg í Sviss, að grundvallaratriðin
í þessum tveimur kenningum séu í raun réttri hin sömu; þar komi að menn
standi á sama punktinum.
Eg lét að vísu skírast til kaþólsku en vildi aldrei ganga í Kommúnista-
flokkinn. Eg vildi frjáls mega velta málefnunum fyrir mér með þeim for-
sendum sem ég hafði á valdi mínu; lét aldrei rígskorðaðar heimspekigreinar
binda mig. í mörgum tilfellum hef ég snúist öndverður móti þessum hug-
myndum við meiri þroska, og við umbreyting tímanna, einsog Ijóslega kem-
ur fram í hugleiðingum mínum um stórasannleik, sem er efst í ritgerðasafninu,
Upphaf mannúðarstefnu. Þar tekur steininn úr, sem kallað er.
Einsog Halldórs er von og vísa er hann hér ekki að eyða þremur högg-
um á eina flugu, í einu höggi slær hann þrjár. 1) Hann setur jafnaðarmerki
milli marxisma og stalínisma. 2) Hann kemur marxismanum í flatsæng með
guðfræði og kirkjutrúarbrögðum. 3) Hann falsar sína eigin sögu.
Ef Halldór var marxisti einsog hann segir, vaknar spurningin: hverskonar
marxisti var hann? Þetta væri verðugt verkefni fyrir vel menntaða grúskara;
Peter Hallberg og fleiri sem um Halldór hafa skrifað leiða þetta hjá sér með
öllu. Hér verður ekki farið í saumana á miklu efni, aðeins stiklað á stóru, því
sem nokkurnveginn liggur í augum uppi.
Ekki held ég að það sé ofsagt hjá Halldóri að hann hafi „samsamað sig mjög
sterklega kaþólskri þeólógíu á tímabili í æsku“. En hitt er hrapallegt misminni,
ef ekki vísvitandi blekking, að samsömun hans við boðskap „hinna verstti
manna“ hafi verið eitthvað minni. Sömuleiðis að hún hafi verið minni en
annarra.
Svo virðist sem Halldóri hafi ungum verið rík þörf á andlegum haldreipum
af stærri gerðinni, nokkurskonar stórasannleiksöryggi í ótryggum heimi. Hann
sveiflast milii kennismiða af ólíkasta tagi og er ekki fyrr laus undan einum en
hann beygir sig í lotningu fyrir átoríteti þess næsta. Dágóðan frið fær hann
ekki fyrren í kaþólskunni, aldagömlu og steinrunnu hugmyndakerfi sem gat
veitt ósjálfstæðum og trúhneigðum unglingi efalaus svör við þeim spurning-
um sem hann réð ekki við sjálfur.
Það er tilgáta mín að þetta skeið hafi ráðið úrslitum um andlega þróun Hall-
dórs, hann hafi þarna vanist á þau þægindi sem fylgja gagnrýnislausri trú á
visku annarra og ekki tekist að brjótast útúr þessum lamandi lúxus þrátt fyrir
virðingarverðar tilraunir. Þó hann hafi nú árum saman verið að telja lesendum
sínum trú um að hverskyns „fagnaðarerindi“ séu með öllu útúr hans sögu, geisl-
ar samt ennþá af honum gömul vantrú á eigin hugsun og oftrú á annarra. Eða
hvernig stendur á því að hann þarf að láta „menn sem hafa stúderað heimspeki
á færustu heimspekiháskólum“ segja sér að grundvallaratriðin í kaþólsku og
marxisma séu í raun réttri hin sömu? Getur hann ekki komist að eigin niður-
stöðu í þessu máli, verseraður í hvorutveggja einsog hann segist vera?
254