Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 111
cinfaldlega ruglaður af óhóflegum lestri fjarstæðra riddarasagna og að Cervantes hafi sjálfur séð hann sem skoplega hetju, sem umhverfi hans hneykslast á eða hlær að réttilega. A dánarbeði sínum er Don Quijote líka látinn afneita „villutrú“ sinni, sem hefur gert hann að sérstæðri fígúru, og deyja sem skynsamur maður. Það er engin ástæða til annars en að taka þetta afturhvarf alvarlega. Hinum sorglega riddara má þannig að vísu lýsa sem „manni kvalarinnar" — meira að segja bókstaflega: hann er oft lúbarinn og illa til reika — en alls ekki í trúar- legri eða kristilegri merkingu. Það er óneitanlega ýmislegt í doktors- ritgerð þessari sem vekur efasemdir hjá lesandanum og hvetur til andmæia. Tak- mörkin milli veraldlegrar menningar annars vegar og trúarbragða liins vegar verða óþarflega óskýr. Það hefði vel mátt ræða siíkt grundvallaratriði rækilega. Og þar sem fjallað er um kristindóm í Heimsljósi, hvers vegna ekki taka til meðferðar kristindóminn eins og hann birtist hjá öðrum persónum en alþýðu- skáldinu, í fyrsta lagi hjá „heitkonu" Olafs, Jarþrúði? En hún sér í honum Hallgrím Pétursson endurfæddan, endur- fæðing sem skáldinu er ekki mikið gefið um. Jarþrúður er trúkona og fulltrúi kristindóms í svo að segja hefðbundinni merkingu. Það hefði kannski mátt skýra sum atriði betur með því að sjá hlutina ekki eingöngu úr sjónarhorni Olafs sjálfs. Auðsjáanlega hefur Gunnar ekki allt- af tekið nógu mikið tillit til þess hve margslungin list Laxness er. Tvíræðni skáldsins, skop hans og undanbrögð gera viðfangsefni rannsóknarinnar alveg sér- staklega erfitt. I einbeitni sinni er Gunn- ar orðinn ögn einsýnn, sem oft kann að verða, þegar maður hefur sett sér ákveð- Umsagnir um bcekur ið markmið. Fyrir mitt leyti get ég ekki fylgt honum alla leið. En hann á þakkir skilið fyrir að hafa sýnt þann kjark að kanna flókna braut til hlítar og hætta þá á að lenda stundum í ógöngum, blindgötum og myrkviði. Peter Hallberg. UNGUR MAÐUR Á TÚR Síðan svokallað nútímasamfélag fór að myndast hér á landi, látum okkur miða við þann tíma sem liðinn er frá stríðs- árunum síðari, hefur töluvert verið rit- að af skáldsögum sem fjallað hafa um þetta síðasta tímabil í sögu þjóðarinn- ar. Verulegur fengur hefur þó verið í tiltölulega fáum þessara sagna og bend- ir fátt til að margar muni „lifa" og lík- lega hafa margir höfundar þegar lifað sögur sínar. Hluti þessara sagna og senni- lega stærsti hlutinn eru svonefndar Reykjavíkursögur; sú nafngift getur auð- vitað átt við eldri sögur og sögur sem fjalla um fjarlægari fortíð, s.s. Piltur og stúlka Jóns Thoroddsens, en það er annað mál. Það er svo raunar líka ann- að mál að þriðja flokks sögur geta kannski stundum átt erindi á lesenda- markað, a.m.k. í bili, en því miður virð- ist það hafa gerst í sagnagerð hér síð- ustu ár að þrátt fyrir allnokkra fram- leiðslu er ekki margt um þá höfunda sem hafa í senn til að bera nægilega ög- un til vandaðra vinnubragða og um- fram allt þá sjálfsögðu tillitssemi við lesendur sína að reyna að gera sögu að minnsta kosti ofurlítið skemmtilega af- lestrar. Það er galdur að segja sögu — og skrifa sögu — að sjálfsögðu góða sögu og galdrakunnátta að einhverju marki í þessum efnum er að jafnaði tiltæk 357
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.