Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 74
Tímarit Máls og menningar iðnað, segir ávaxtasafaátöppunariðnrekandinn. Lýsandi dæmi um það hverju iðnaðarhugarfarið getur kmið til leiðar. Hinir erlendu framleiðend- ur safans veita kannski lán til kaupa á gerilsneyðíngarvél og greiða eftilvill auglýsíngakostnaðinn að hluta, hvur veit, en íslenskur iðnaður skal það heita, framleiðsluiðnaður. Og fjölmiðlarnir birta viðtöl við hinn únga iðn- rekanda sem segist auðvitað vera bjartsýnn á að iðnaðarhugarfarið komi, sjái og sigri. Sumsstaðar gengur ekki eins vel. Jón Mosfells iðnrekandi kveikir í bók- haldinu sínu, ekur á Range Roverjeppanum sínum uppí sumarhúsið sitt og drekkir sorgum sínum í tveimur kössum af viskýi. Jón er lempaður í bæinn slefandi af ölæði. Til allrar hamíngju reynast bíllinn, íbúðin og sumarbústaðurinn vera á nafni eiginkonunnar. Huggun harmi gegn. Jón Mosfells flýgur til Bandaríkjanna og innritast á drykkjumannahæli. Tveim- ur mánuðum síðar stígur hann á íslenska storð, endurreistur. Jón Mosfells hefur lagt af, andlitið slapir ekki jafn mikið, yfirbragðið hressilegt, hann gengur uppréttur inní samfélagið og er heilsað ástúðlega af bræðrum sín- um í Frímúrarareglunni. Sagan um endurheimta sauðinn. Jón Mosfells má að vísu ekkert eiga, en hann líður engan skort. Jóhanna Mosfells er komin með ágætt umboð fyrir áfengi. Ríkiseinkasalan annast að vísu inn- flutníng og sölu áfengisins, en umboðslaunin skila sér inná bánkareikníng frúarinnar. Jón Mosfells hefur náð sér upp, segja menn, það er haft á orði í bænum að hann hafi öðlast nýja trúarvissu. Hann virðist líka búinn að fá áhuga á félagsmálum, því annað slagið skrifar hann víðáttumiklar grein- ar í Morgunblaðið um nauðsyn þess að dregið verði úr ríkisrekstri og op- inberri þjónustu. Þau hjónin hafa alltaf verið áhugasöm um listir og menn- íngarmál, en nú tvíeflist áhugi þeirra á listum. Þau hafa fyrir löngu lagt grunninn að fágætu málverkasafni, en nú taka þau að sérhæfa sig og leggja sérstaka áherslu á að safna málverkum Septemberhópsins. Jóhanna er mik- ið fyrir abstraktið. Avaxtasafaátöppunariðnrekandinn er kjörinn formaður Iðnrekenda- klúbbsins. Hann er úngur að árum og spengilegur, vel farinn í andliti og æfir sig reglulega fyrir framan myndsegulbandstæki flokksins í Bolholti. Það skilur á milli feigs og ófeigs hvernig maður tekur sig út í sjónvarpi. Ávaxtasafaátöppunariðnrekandinn er menníngarlega sinnaður, safnar göml- um biflíum, hlustar á klassíska tónlist og hefur lifandi áhuga á atvinnulýð- ræði. Atvinnulýðræði er það sem koma skal, segir hann, en við eigum ekki að flana að neinu í þessum efnum, forsendurnar verða að vera réttar. Við 320
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.