Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 74
Tímarit Máls og menningar
iðnað, segir ávaxtasafaátöppunariðnrekandinn. Lýsandi dæmi um það
hverju iðnaðarhugarfarið getur kmið til leiðar. Hinir erlendu framleiðend-
ur safans veita kannski lán til kaupa á gerilsneyðíngarvél og greiða eftilvill
auglýsíngakostnaðinn að hluta, hvur veit, en íslenskur iðnaður skal það
heita, framleiðsluiðnaður. Og fjölmiðlarnir birta viðtöl við hinn únga iðn-
rekanda sem segist auðvitað vera bjartsýnn á að iðnaðarhugarfarið komi,
sjái og sigri.
Sumsstaðar gengur ekki eins vel. Jón Mosfells iðnrekandi kveikir í bók-
haldinu sínu, ekur á Range Roverjeppanum sínum uppí sumarhúsið sitt
og drekkir sorgum sínum í tveimur kössum af viskýi. Jón er lempaður í
bæinn slefandi af ölæði. Til allrar hamíngju reynast bíllinn, íbúðin og
sumarbústaðurinn vera á nafni eiginkonunnar. Huggun harmi gegn. Jón
Mosfells flýgur til Bandaríkjanna og innritast á drykkjumannahæli. Tveim-
ur mánuðum síðar stígur hann á íslenska storð, endurreistur. Jón Mosfells
hefur lagt af, andlitið slapir ekki jafn mikið, yfirbragðið hressilegt, hann
gengur uppréttur inní samfélagið og er heilsað ástúðlega af bræðrum sín-
um í Frímúrarareglunni. Sagan um endurheimta sauðinn. Jón Mosfells
má að vísu ekkert eiga, en hann líður engan skort. Jóhanna Mosfells er
komin með ágætt umboð fyrir áfengi. Ríkiseinkasalan annast að vísu inn-
flutníng og sölu áfengisins, en umboðslaunin skila sér inná bánkareikníng
frúarinnar. Jón Mosfells hefur náð sér upp, segja menn, það er haft á orði
í bænum að hann hafi öðlast nýja trúarvissu. Hann virðist líka búinn að
fá áhuga á félagsmálum, því annað slagið skrifar hann víðáttumiklar grein-
ar í Morgunblaðið um nauðsyn þess að dregið verði úr ríkisrekstri og op-
inberri þjónustu. Þau hjónin hafa alltaf verið áhugasöm um listir og menn-
íngarmál, en nú tvíeflist áhugi þeirra á listum. Þau hafa fyrir löngu lagt
grunninn að fágætu málverkasafni, en nú taka þau að sérhæfa sig og leggja
sérstaka áherslu á að safna málverkum Septemberhópsins. Jóhanna er mik-
ið fyrir abstraktið.
Avaxtasafaátöppunariðnrekandinn er kjörinn formaður Iðnrekenda-
klúbbsins. Hann er úngur að árum og spengilegur, vel farinn í andliti og
æfir sig reglulega fyrir framan myndsegulbandstæki flokksins í Bolholti.
Það skilur á milli feigs og ófeigs hvernig maður tekur sig út í sjónvarpi.
Ávaxtasafaátöppunariðnrekandinn er menníngarlega sinnaður, safnar göml-
um biflíum, hlustar á klassíska tónlist og hefur lifandi áhuga á atvinnulýð-
ræði. Atvinnulýðræði er það sem koma skal, segir hann, en við eigum ekki
að flana að neinu í þessum efnum, forsendurnar verða að vera réttar. Við
320