Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 88
Tímarit Máls og menningar
Höllin er löngu hrunin,
hásætið orpið sand. —
Það bar enginn kennsl á beinin
sem bylgjan skolaði á land.
„Höll“ æskudraumanna er fallin. í þessari lokavísu er einsemdin ítrek-
uð. Maðurinn er einn í lífi og dauða. Athyglisvert er að tvö seinustu vísu-
orðin falla saman við lokalínur Heimþrár sem hljóða svo: „Bylgjan sem
bar það uppi / var blóðug um sólarlag.“ I báðum tilvikum er um ámóta
geðhrif að ræða. Niðurstaða beggja er sú, að lífið geti ekki veitt mann-
inum hamingju og fullnægingu til lengdar. Leiðin til „friðlandsins“ sé
lokuð.
Helge Toldberg segir að Odysseifskvæðið sýni „klofninginn í huga skálds-
ins milli þess, sem íslenskt er og danskt eða evrópskt, bæði í lífi og skáld-
skap. I augum Islendings, sem sest að í Kaupmannahöfn, gátu átthagarnir
oft litið út eins og marmarahöll“. I Ijósi framangreinds gengur þessi túlk-
un gjörsamlega framhjá heimspekilegri merkingu kvæðisins og sýnir vel
hvað ævisögulega aðferðin í bókmenntarannsóknum er út í hött.
Margir telja Sorg20 einstætt Ijóð meðal skáldverka Jóhanns. Svo er ekki
nema að nokkru leyti. Inntak Ijóðsins er ekki svo frábrugðið öðrum ljóð-
um skáldsins frá módernísku skeiði þess. Það er hinsvegar „matreitt“ á
tormeltari hátt. I Sorg samsamast „bragurinn" í fyrsta sinn efniviðnum að
fullu. Samræmisleysi lífsins er nú fyrst túlkað með „bragleysu“. Mynd-
notkunin einkennist af því að hver myndin rekur aðra. I stað hnitunar um
eina afmarkaða mynd mótar spenna og afkáralegt samband aðskildra mynda
áhrif kvæðisins. Gamalkunnar persónugerfingar koma ekki fyrir. Súrrea-
lískar myndir og röklaust hugarfiug hafa leyst þær af hólmi. Sorg er þar
að auki mun ópersónulegra í formi heldur en önnur ljóð Jóhanns.
Merking Sorgar hefur að vonum bögglast lengi fyrir brjóstinu á bók-
menntaspekingum. Ovissan um ritunartíma þess hefur og leitt margan á
villigötur. Þannig hélt Tómas Guðmundsson því t. a. m. fram að Sorg lýsti
harmi skáldsins vegna tortímingar hins gamla og góða heims í heimsstyrj-
öldinni. Síðar hefur Helge Toldberg hins vegar leitt að því óyggjandi rök
að kvæðið hafi verið ort á árunum 1908—09, þ. e. fimm árum fyrir stríð,
og samtímis því sem Jóhann orti sín módernísku kvæði í „hefðbundnu
formi“.
I Sorg teflir skáldið fram tveimur heimum, draumatilveru hinnar fögru
borgar og veruleika illsku og óskapnaðar. Má ekki líta svo á að hér
334