Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 88

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 88
Tímarit Máls og menningar Höllin er löngu hrunin, hásætið orpið sand. — Það bar enginn kennsl á beinin sem bylgjan skolaði á land. „Höll“ æskudraumanna er fallin. í þessari lokavísu er einsemdin ítrek- uð. Maðurinn er einn í lífi og dauða. Athyglisvert er að tvö seinustu vísu- orðin falla saman við lokalínur Heimþrár sem hljóða svo: „Bylgjan sem bar það uppi / var blóðug um sólarlag.“ I báðum tilvikum er um ámóta geðhrif að ræða. Niðurstaða beggja er sú, að lífið geti ekki veitt mann- inum hamingju og fullnægingu til lengdar. Leiðin til „friðlandsins“ sé lokuð. Helge Toldberg segir að Odysseifskvæðið sýni „klofninginn í huga skálds- ins milli þess, sem íslenskt er og danskt eða evrópskt, bæði í lífi og skáld- skap. I augum Islendings, sem sest að í Kaupmannahöfn, gátu átthagarnir oft litið út eins og marmarahöll“. I Ijósi framangreinds gengur þessi túlk- un gjörsamlega framhjá heimspekilegri merkingu kvæðisins og sýnir vel hvað ævisögulega aðferðin í bókmenntarannsóknum er út í hött. Margir telja Sorg20 einstætt Ijóð meðal skáldverka Jóhanns. Svo er ekki nema að nokkru leyti. Inntak Ijóðsins er ekki svo frábrugðið öðrum ljóð- um skáldsins frá módernísku skeiði þess. Það er hinsvegar „matreitt“ á tormeltari hátt. I Sorg samsamast „bragurinn" í fyrsta sinn efniviðnum að fullu. Samræmisleysi lífsins er nú fyrst túlkað með „bragleysu“. Mynd- notkunin einkennist af því að hver myndin rekur aðra. I stað hnitunar um eina afmarkaða mynd mótar spenna og afkáralegt samband aðskildra mynda áhrif kvæðisins. Gamalkunnar persónugerfingar koma ekki fyrir. Súrrea- lískar myndir og röklaust hugarfiug hafa leyst þær af hólmi. Sorg er þar að auki mun ópersónulegra í formi heldur en önnur ljóð Jóhanns. Merking Sorgar hefur að vonum bögglast lengi fyrir brjóstinu á bók- menntaspekingum. Ovissan um ritunartíma þess hefur og leitt margan á villigötur. Þannig hélt Tómas Guðmundsson því t. a. m. fram að Sorg lýsti harmi skáldsins vegna tortímingar hins gamla og góða heims í heimsstyrj- öldinni. Síðar hefur Helge Toldberg hins vegar leitt að því óyggjandi rök að kvæðið hafi verið ort á árunum 1908—09, þ. e. fimm árum fyrir stríð, og samtímis því sem Jóhann orti sín módernísku kvæði í „hefðbundnu formi“. I Sorg teflir skáldið fram tveimur heimum, draumatilveru hinnar fögru borgar og veruleika illsku og óskapnaðar. Má ekki líta svo á að hér 334
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.