Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 71
Sögukafli úr Galeiðunni 7—15 milljónir eintakið og aka burt í logandi hvelli með vandamálin í stresstöskunum. Þeir sem komnir eru utanaf landi fara upp á hótelin, fá sér fegurðarblund, spretta undir sturtuna, raka sig, steðja síðan á barinn að fá sér einn gráan fyrir matinn. Þeir borða á Grillinu fyrir 20—30 þús- undir, setjast svo aftur inná bar, detta kannski í það, lenda í fjörugu partýi útí bæ, ránka eftilvill við sér í Síðumúla hálfri milljón fátækari. En til allrar hamíngju fer upphæðin á kostnaðarreikning fyrirtækisins. Það er huggun harmi gegn. Skýjadræsurnar lafa yfir borginni einsog hráki, úr þeim slettist á víxl rigníng, slydda og hagl. Seðlabánkinn tekur ennþá eitt stórlánið í útland- inu. Þjóðin skuldar sjöhundruð þúsund krónur á mannsbarn í erlendum gjaldeyri. Heimsmet í skuldasöfnun. Og ríkisstjórnin ákveður ennþá eina útgáfu ríkisskuldabréfa til hagsbóta fyrir prentarana sem prenta bréfin. Það gengur djöfullega að kveða niður verðbólgudrauginn, segja ráðherr- arnir. Enda mundi hver einasti maður í landinu fara á hausinn ef verðbólg- an þó ekki væri nema hægði á ferðinni. Allir finna sig samt knúna tilað tönnlast á lykilorðunum, óðaverðbólgu, verðbólgubálinu, dýrtíðarskrúf- unni, viðnámi gegn verðbólgu, víxlhækkunum kaupgjalds og verðlags. Og allir vita að verðbólgan er sá eini sanni fasti púnktur í efnahagskerfinu sem allt byggist á og snýst um. Það er allt á hausnum einsog fyrri daginn. Og samt er sjórinn fullur af silfurglitrandi loðnu sem mokað er uppúr hafinu þegar gefur. Og Hin heilaga þorskblokk hækkar sífellt í verði á Bandaríkjamarkaði. Og fyrir- tækið Isvatn sem selur íslenskar fiskafurðir í Bandaríkjunum græðir svo mikið fé að til vandræða horfir. Fyrirtækið tútnar út og eignast dótturfyr- irtæki og dótturdótturfyrirtæki sem erfitt er að botna í. Samt er tap á útgerðinni á Islandi, tap á fiskverkuninni, tap á frystihúsunum, tap á iðn- aðinum og landbúnaðinum og versluninni og bókaútgáfunni og íþrótta- hreyfíngunni og kirkjunni og yfirleitt öllu. Og skyndilega er auglýst í blöðunum að komin sé olíukreppa og það gerir öllum ráðamönnum glatt í geði, því góð eru börn til blóra og nú er hægt að benda á olíuna og segja að þetta sé allt bannsettum Aröbum að kenna. En er þá hvergi gróði? Ekki kemur gróðinn fram hjá skattyfirvöldum. Þar sitja menn með sveittan skalla við að bókfæra tap. Samt þjóta uppúr jörðinni skrauthúsahverfi og framsýnir menn kaupa stórar landspildur hér og þar, uppá Kjalarnesi og fyrir austan fjall. Hús sem kosta þetta 40—100 milljónir eru ekki fátíð. Og fyrir utan þessi vönduðu hús standa bifreiðar 317
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.