Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 95
liægur og einkennist af söknuði og
kvíða, m. a. eru þar nokkur minningar-
ljóð. Gullfalleg eru ljóð ort í minn.
ingu Guðmundar Böðvarssonar og Þor-
steins Valdimarssonar. Fyrrnefnda kvæð-
ið er eitt besta dæmið úr skáldskap Ol-
afs um þá klassísku hnitmiðun sem
honum lætur svo vel:
Heiðarsvanurinn bjarti
birtist mér enn,
andvökuna fyllir
ómtignu kalli.
Þegar hann er floginn
finnst mér sem hann hafi dregið
hvítan silfurþráð
í svarta voð lævísrar nætur.
I miðhluta bókarinnar kveður við
allt annan og stríðari tón en í fyrsta
hlutanum, og hér er að finna mörg þau
kvæði sem flytja harðasta ádeilu. Trega-
blandið en miskunnarlaust er upphafs-
kvæði þáttarins, Um mann og lygna
spegla, en strax í næsta kvæði, Ur kjöt-
búð, kveður við harðan tón, og sú for-
dæming á neyslu og tæknisamfélagi
sem við þekkjum vel úr verkum Olafs
Jóhanns kveður við enn á ný. Þrátt fyr-
ir dimman hljóm og afstöðu sem virðist
jafngilda því að samtímanum sé hafn-
að með öllu, heldur skáldið í von um
að einhver muni nema lágvær boð hans
„líkt og næturþyt í axi".
Síðasti hluti bókarinnar er sem fyrr
segir lengstur og jafnframt sundurleit-
astur. I honum er að finna verulega fjöl-
breytni í formi innan þeirra marka sem
Olafur Jóhann setur kveðskap sínum,
og vaid hans er fullkomið hvort held-
ur er á hefðbundnum stökum eða frjáls-
ari formum. Góður fulltrúi kvæða sem
kalla má náttúrulýrík og eru jafnframt
full af þrótti og spennu er Flug vatns-
Umsagnir um bcekur
ins þar sem kyrrlát náttúrumynd virð-
ist umhverfast fyrir einhvers konar
gjörninga:
En snögglega lyftist hver vængur á
víkum og ál
sem verði þeir allir að gegna dulinni
skipan —
Hver vængur, hver tónn. A túninu
fer um mig skjálfti
því töfrum sleginn finnst mér sem
vatnið rísi
með hyíji sína og voga í súlu af
söng
við sameining hundrað radda — að
skýlausu boði
hins leynda sprota. Og hefjist á
nýjum vængjum
til himinskauta í tunglsljósi og
stjörnudýrð.
I kvæðinu virðist liggja ósögð sú von
að annað eins undur megi verða til að
bylta þeim voluðu tímum sem við lif-
um.
Eftirtektarverð syrpa sjö smákvæða
er nefnd Flétta. Kvæðin eru hvert öðru
fallegra, og segja má að í þeim fléttist
uggur og von saman við náttúrustemn-
ingar. Þar er t. d. þessi perla:
MiÖmetti
Nú hefur sólguð aftur ægi hitt
og undið hinztu geisla í rauðan hnykil,
þvegið í öldum þræði sína alla.
En dökkbrýnd nóttin ber við belti sitt
að blárri höllu dagsins nýjan lykil.
Og enginn veit hvað í þeim sölum býr
sem opnast þegar húmið burtu snýr
og stjarnan bjarta bliknar yfir hjalla.
341