Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 89
Jóhann Sigurjónsson og módernisminn
sé enn á ferðinni andstæða nýrómantísks draumheims og „módern-
isks“ veruleika? Er skáldið ekki enn að gera upp við lífsblekkinguna sem
reynst hafði svo haldlítil?
Vei, vei, yfir hinni föllnu borg!
Hin „fallna borg“ er augljóslega hliðstæða hallarmyndarinnar í Ódys-
seifskvæðinu.
Tvær myndir sýna okkur mun þessara tveggja veralda:
Jóreykur lífsins þyrlast til himna,
menn í aktygjum
vitstola konur í gylltum kerrum.
Og
A hvítum hestum hleyptum við upp á bláan
himinbogann
og lékum að gjáltum knöttum;
Síðari myndin virðist tákna veröld ný-rómantíkurinnar. Ný rómantíker-
arnir vildu vera frjálsir eins og „fuglinn fljúgandi“. Þeir gátu ekkert hugsað
sér háleitara en algjört frelsi „í óravíddum himinblámans“. Himinninn var í
þeirra augum ímynd óendanleikans, þess takmarkaleysis sem allt fær sigrað.
Því er ekki að furða að hann yrði þeim ásækið myndefni. Jóhann notar
margsinnis í ljóðum sínum táknmyndir himins og flugs þegar hann vill
tjá vonardrauma sína. I einu æskukvæðanna, Strax eða aldrei, segir hann:
„Eg vildi sem fálkinn um loftgeima líða.“21 Og síðar í sama kvæði: „Með
stjórnlausum ákafa ég áfram vil þjóta.“ I Gröf mín og vaggar2 ákallar
hann jörðina, móður alls lífs:
Svara mér, volduga móðir mín.
Mér er svo erfitt að skilja
hversvegna ég fæddist með flugsjúkan vilja
staðbundin blóðösp við brjóstin þín.
Þetta erindi birtir andstæðuna á milli takmörkunar mannlífsins og tak-
markaleysis hins ímyndaða draumheims. I því felst raunar lykillinn að skiln-
ingi á harmsögulegum örlögum draumhugans Jóhanns Sigurjónssonar.
Hann treysti á mátt vilja síns til að yfirstíga takmarkanir veruleikans. Þegar
það traust þvarr missti hann trúna á lífið. Hliðstæða þessa vísuerindis við
Heimþrá er augljós. Hinn „flugsjúki vilji" samsvarar „fuglunum"; hin
„staðbundna blóðösp" er tvíburi „þangsins".
I Sorg talar Jóhann um „hvíta hesta“. Þeir tákna að mínum dómi þann
335