Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 16
Einar Bragi Kvað við uppreisnarlag Grænlensk ljóðlist á sér dýpri rætur en nokkur veit. Lengur en menn til þekkja eða elstu sagnir herma var skáldlist eðlilegur þáttur daglegs lífs í veiðimannasamfélaginu forna: allir lærðu í uppvexti myrkar töfraþulur sem höfðu hagnýtt gildi í volki lífsins, kenndu þær síðar börnum og bættu við eftir því sem þeim var andleg spektin gefin. Ljóðlist var goðsögulegrar ættar, upprunalega komin frá öndum og vætt- um fyrir munn særingamanna. Frá ómunatíð hefur hún þó verið óaðskilj- anleg veraldlegri listum: trumbuslætti og dansi, sem eru jafnvel megin- atriði stundum og orðlistin þá aðeins fáeinar merkingarlitlar samstöfur, endurteknar eftir þörfum, t. d. awaija, awaija. Fornljóðlistin féll í tveimur meginálum: í hinum fyrri töfraþulurnar og alls konar söngvar sem sálinni voru næstir, svo sem óðgjörðir um ástina, náttúrustemmur, vögguvísur, veiðiljóð, harmkvæði eða gleðibögur — í hin- um flutu flím og kersknivísur sem áttu rætur að rekja til réttarfars eskimóa- samfélagsins, þar sem venja var að útkljá deilumál í ljóðaeinvígi: þeir sem eitthvað þóttust eiga sökótt við náungann gátu skorað hann á hólm, og varð þá ekki undan vikist; hólmgangan fór fram í viðurvist ættingja og granna kappanna beggja og var í því fólgin, að þeir ormst á níðsöngv- um, og sigraði sá sem að mati áheyrenda var slyngari að gera mótstöðu- mann sinn hlægilegan; mátti hvorugur láta á sér merkja, þótt honum mis- líkaði flimskan, heldur varð að taka hverri svívirðingu með bros á vör; að einvígi loknu var misklíðin látin niður falla, og menn urðu svo góðir vinir, að þeir höfðu skipti á konum og gáfu hvor öðrum sáttagjafir. í aldaraðir varðveittist sjóður grænlenskra ljóða og sagna í munnlegri geymd og þróaðist án áhrifa utan að. Árið 1721 kom til landsins norskur klerkur Hans Egede, sem taldi sig kallaðan og útvalinn til að siðbæta kaþólska afkomendur Eiríks rauða á Grænlandi, en greip í tómt: þeir voru týndir og tröllum gefnir, og hefur ekki til þeirra spurst enn. Hans karlinn tók sér þá fyrir hendur að kristna eskimóa, úr því að hann var kominn 262
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.