Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Qupperneq 108
Tímarit Máls og menningar
hugtakið trúarbrögð er hér skilið í mjög
víðtækri merkingu. Þegar í upphafi rit-
gerðarinnar er vitnað í grundvallarkenn-
ingu Tillichs: „Trúarbrögðin eru efni
menningarinnar, og menningin er form
trúarbragðanna." (1) Seinna er sagt um
táknmyndir að Tillich líti á þær fyrst
og fremst sem táknmyndir trúarinnar
og að „þegar til lengdar lætur geta allar
táknmyndir verið túlkaðar í Ijósi þeirra"
(163, skáletrun mín). Staðhæfing Gunn-
ars, að þjóðkirkja verði að kynnast
„þjóð“ sinni „með því að rannsaka ver-
aidlega menningu hennar" (1), virðist
— þegar tillit er tekið til þess sem
hefur verið vitnað í hér að framan —
fela í sér þá skoðun að einnig veraldleg
menning sé form trúarbragðanna. En
þar sem yfirleitt er litið á hugtökin seku-
lár (veraldlegur) og religös sem andstæð-
ur kann það að koma „venjulegum" bók-
menntafræðingum einkennilega fyrir
sjónir þegar hugtakið religion (trúar-
brögð) er skilið á svo „frjálslyndan"
hátt. Hættan virðist yfirvofandi, að ver-
aldleg menning sé túlkuð í alltof „trú-
arbragðalegum“ eða jafnvel kristilegum
skilningi. Að mínum dómi hefur Gunn-
ari ekki með öllu tekist að forðast þá
hætm.
En hvað sem öðru líður er hið mikla
skáldverk Heimsljós tilvalið efni í
rannsókn af þessari tegund. I kaflanum
„Endurhljómar úr biblíunni" (54—58)
tekur Gunnar upp þá sérstöku staði í
sögunni sem mynda svo að segja áþreif-
anlegan grundvöll undir rannsókninni:
„Mörg atriði verksins væri hægt að
túlka sem bendingar á biblíuna, nánar
tiltekið: á líf Jesú." (54) Á slík sam-
bönd hefur sem sagt verið bent fyrr. En
Gunnar bætir ýmsu við af eigin athug-
unum. Sumar þeirra eru að vísu vafa-
samar.
Þegar Ólafi Kárasyni finnst hann vera
eina barnið í heiminum sem mark sé
takandi á, lítur Gunnar svo á að þetta
gæti verið „bending á barn jólanna"
(54). En í textasambandinu er þetta
greinilega að skilja sem dæmi um sjálfs-
elsku og sjálfsaumkun Ólafs. Laxness
sér oft sögupersónur sínar frá ýmsum
hliðum. I lýsingu hans á Ljósvíkingnum
verður ósjaldan vart við tvíræðni og
jafnvel skop. Yfirleitt finnst mér Gunn-
ar taka of lítið tillit til þessarar tví-
ræðni, sem er snar þáttur í list Hall-
dórs.
Hinni „yfirnáttúrlegu lækningu" Ól-
afs Kárascnar er „gegnum allt verkið
lýst annaðhvort sem upprisu eða endur-
fæðingu", og þessa lækningu „gætum við
nefnt skírn hans" (55), segir Gunnar.
En öll þessi lækningasaga er skoðuð í
mjög tvíræðu ljósi. Fyrst og fremst er
sagt frá sjálfum krankleika Ólafs á ýkt-
an og skoplegan hátt. I öðru lagi er
lækning hans framkvæmd af stúlkunni
Þórunni á Kömbum, sem er fulltrúi
hinna dulrænu „straum- og skjálfta-
lækninga" (78). En eins og kunnugt er
hefur Laxness á sínum tíma tekið slík-
ar „yfirnáttúrlegar lækningar" til með-
ferðar í vægðarlausum ádeilugreinum.
Þannig á vafalaust að skoða „upprisu"
eða „endurfæðingu" Ólafs í Ijósi tví-
ræðni og skops.
Þorpið Sviðinsvík er margsinnis í
textanum kallað „eignin". Samkvæmt
Gunnari má „ekki útiloka" að með
þessu orði sé bent „á Jóh. 1:11 í ís-
lensku biblíunni, það er: ,Hann kom í
eign sína' “. Á tilsvarandi hátt megi
segja að Ólafur, eins og sú Krists-mynd
sem hann sé, komi í „eign" sína, Svið-
insvík. En Gunnar tekur fram að orðið
„eign" í Heimsljósi „er í fyrsta lagi
pólitískrar merkingar þar sem það á að
354