Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Side 6

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Side 6
Tímarit Máls og menningar þriggja dætra. I heimi þess fólks er veit að „lífið bæði og lánið er valt“ er fæðing barns jafnt kvíðaefni sem gleðifrétt og því tóku foreldrar þóru því með tregablandinni þökk er þeim bauðst fóstur fyrir hana hjá sæmdar- hjónum hér í bæ, Jóni Guðmundssyni og Sigríði Þórðardóttur á Bakka- stíg 8, sem þá hét í Hausthúsum. Þar naut hún ástríkis sem í foreldra- húsum væri. Að skyldunámi loknu gekk hún í Verslunarskólann og lauk þaðan prófi vorið 1912, 17 ára gömul. Hún dvaldist í Vestmannaeyjum um skeið eftir að verslunarnámi lauk en hélt síðan til Kaupmannahafnar þar sem hún bjó í 2 ár hjá fósturbróður sínum Þórði Jónssyni síðar yfirtollverði í Kaupmannahöfn. Eftir heimkomuna flyst hún til Akur- eyrar þar sem hún giftist árið 1917 Jóhanni Hafstein, en þau skildu árið 1927. Þeim varð ekki barna auðið en tóku í fóstúr Höllu Hallgrímsdóttur árið 1925. Eftir að þau Þóra og Jóhann slitu samvistum lá leið hennar á ný til Kaupmannahafnar. Þegar hún kemur heim alkomin hingað til Reykja- víkur um 1930 kynnist hún þeim manni sem varð örlagavaldur í lifi hennar, Kristni Andréssyni magister. Þau voru um margt ólík, hann dulur og hlédrægur, hún glaðvær, hispurslaus, djörf og gædd óbifanlegri trú á lífið og mennina. Hann nálgaðist menn og málefni af yfirvegun og varfærni, ígrundaði hlutina og dró af þeim rökréttar ályktanir, en fyrir sjónum Þóru var, að því er virtist, allt ljóst við fyrstu sýn — af intuition eða innsæisgáfu einni saman. Eg veit að ráðvilltir menn leituðu oft álits hjá henni og úrskurður hennar brást þeim sjaldnast. Ást Þóru á fögrum listum, ljóðum, bókmenntum og myndlist, að ógleymdri tónlistinni, var djúpstæð og inngróin — hefði mátt ætla að hún væri uppvaxin í því evrópsku umhverfi suðrænu sem aldrei þekkti mjöll á skjá. Þeim Kristni varð ekki barna auðið, en hinn dýri draumur um fegurri og mennskari heim var þeim eitt og allt — hann var þeim í senn trú og lífshugsjón —þeirra barn er þau gáfu allt. Finnist einhverjum sem hér sé oftar vikið að Kristni en við hæfi þykir þá er það sakir þess að þau standa mér og eflaust flestum er þeim kynntust fyrir sjónum sem einn maður — Þóra og Kristinn —svo náin voru þau hvort öðru. En nú eru allar götur fram gengnar, kveldskuggarnir hafa lengst fyrir sjónum samferðamannanna. Sumar hugsjónir eiga sér afmarkað skeið eins 132
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.