Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Side 12

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Side 12
Tímarit Máls og menningar en kom sinni ár vel fyrir borð. Óþarft er að rekja hér átökin um „Ólafslögin“ svonefndu sem voru almenningi að ýmsu leyti mjög óhagstæð og höfðu í för með sér einhver mestu átök sem orðið hafa innan núverandi miðstjórnar Alþýðusambandsins. Þar með var kominn alvarlegur brestur í samstarf þessara flokka, bæði innan Alþýðusambandsins og í rikisstjórn. Þeim átökum lyktaði með því að kratar hlupu fyrirvaralaust út úr ríkisstjórn frá mörgum málum óloknum, málum sem vörðuðu rétdndi verkafólks, svo sem eftirlaun aldraðra, vinnuvernd, réttindi sjómanna o.fl. Allt voru þetta mál sem verkalýðshreyfingin hafði fjallað um og var mikið í mun að fá afgreidd sem lög. Kratar mynduðu síðan stjórn með tilstyrk Sjálfstæðisflokksins og sátu fram yfir kosningar. Fylgisaukning Framsóknarflokksins í kosningunum 1979 var bein afleiðing af ósamkomulagi „verkalýðsflokkanna“. Almenningur hafði vænst þess að þeir ynnu saman af heilindum, sem þeir ekki gerðu og misstu því traust hans, töpuðu báðir. Kratarnir stefndu augsýnilega að nýrri viðreisnarstjórn, en náðu ekki þeim þingstyrk sem til þess þurfti. Þeim var ómögulegt að fara í sams konar ríkisstjórn og þeir höfðu hlaupið úr, svo þeir sitja eftir með sárt ennið. Þegar allt virtist komið í strand með myndun ríkisstjórnar lék Gunnar Thoroddsen sinn stóra leik og launaði flokksmönnum sínum lambið gráa. Þetta er því fjórða ríkisstjórnin sem nú er við völd á þessu fjögurra ára kjörtímabili miðstjórnar Alþýðusambandsins. Það hefur verið mjög róstusamt á þessu tímabili í stjórnmálum landsins og verkalýðshreyfmgin hefur sannarlega mátt hafa sig alla við. Hún hefur stutt ríkisstjórnir til að ná fram hagsmuna- málum verkafólks með lagasetningu, átt hlut að því að fella sér óvinveitta ríkisstjórn, og sú ríkisstjórn sem nú situr á vissulega líf sitt undir verkalýðs- hreyfingunni komið. Þetta veit Vinnuveitendasambandið og þess vegna hefur það til þessa neitað öllum samningum, og Sjálfstæðisflokkurinn kyndir auð- vitað undir. Utgerðarmenn og frystihúsaeigendur beita verkafólki ennþá einu sinni fyrir sig til að ná fram bættri aðstöðu, sem kemur sérstaklega illa niður á konum. Svo gæti farið að mælirinn yrði senn fullur og konur risu upp og létu ekki bjóða sér lengur að vera varavinnuafl. Enda þótt mörgum sé vörn í allt að þriggja mánaða uppsagnarfresti hafa frystihúsaeigendur í hendi sinni með svokölluðum kaup- tryggingarsamningi að senda konur heim með viku fyrirvara vegna „hráefnis- skorts“. I þessum hráefnisskorti hafa skipin legið við bryggju með fullfermi, t.d. á Siglufirði, og beðið eftir löndunarleyfum erlendis. Það er ekki nema von þótt formaður Vöku á Siglufirði kasti því fram hvort karlinn í tunglinu sé farinn að stjórna sjávarútvegi Islendinga. Konur verða umfram allt að rísa gegn því að 138
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.