Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Qupperneq 15

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Qupperneq 15
I landlegu hnapp og skipta sér lítið af hinum. Þegar heim er komið byrja sömu erjurnar aftur, leggja kollhúfur hver gegn öðrum, bíta og slá um forrétt- indi á stalli og heiðurssess í stóði. Það var annað sem ég tók eftir þetta kvöld sem stendur mér skýrt fyrir hugskotssjónum — ég hef aldrei séð það eins skýrt og þá — nú er ég orðinn svo samdauna vertíðarbransanum að ég er næstum hættur að taka eftir því sjálfur. Það sem stakk svo í stúf við þær sjoppur sem ég hafði stundað áður var hve lifandis skelfingar ósköp sumir strákarnir voru skitugir. Fötin þeirra voru svo hvít-brún og gulflekkótt að vart sást í hinn upphaflega lit. Hvít af sjávarsalti, brún af storknuðu þorskblóði og gul af grút, andlit og hár þeirra var rauðflekkótt eftir blóðgun á lifandi fiski. Þó að þorskurinn hafi kalt blóð þá hefur hann slagæðar og hann er óspar að mála böðul sinn rauðan, það er hans eina andóf þegar hann er kominn dauðvona upp á dekk. — Margir höfðu vafða úlnliði eða voru með skyrtuermarnar vandlega hnepptar til að leyna átu- og seltusárunum. Þeir voru jafnvel hreistraðir, með hreistur á skóm, stígvélum, buxum, skyrtu en aðallega í hárinu grillti í gular og glærar flögur. Það var auðséð að þeir höfðu komist í tæri við þann gula. Það var aðallega einn drengur sem augu mín beindust að — hann hafði sítt liðað, gult hár, meðalmaður á vöxt. Hann var fölur og gugginn, unglegt andlit hans sem enn var ekki komin skeggrót í, bar með sér andlega og líkamlega vanlíðan. Hann stóð og hallaði sér upp að vegg, naut þess að fá sér sígarettu og kók meðan hann spjallaði við hina strákana. Hann hélt varla höfði af þreytu, en innan undir skyrtunni hnykluðust stæltir vöðvar. Hann stóð þarna í slitnum klofstígvélum sem voru nærri því sjálflýsandi af hreistri. Buxurnar voru orðnar heiðgular af grút, skyrtan var upplituð af salti nema fremst á ermunum, þær voru vandlega hnepptar yfir úlnliðina og voru dökkbrúnar af gömlu hörðnuðu blóði. Hárið, sem hann var fyrir löngu búinn að missa allt vald yfir vegna seltunnar, var alsett hreistri. Hann hafði greinilega lent í því að þurfa að hrista netamorkur úr trossu því innan um hreistrið í hárinu voru úldin fiskbein. Samt bar hann með sér að hann væri snyrtimenni, því að andlit og hendur höfðu fengið vandlegan sápuþvott áður en hann fór með strákunum upp í sjoppu. Mig grunaði að hann væri að norðan og hefði 141
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.